fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Fram lánar markvörð til Bournemouth: Liverpool og Everton hafa haft áhuga

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn ungi og efnilegi markvörður Fram, Rafal Stefán Daníelsson, hefur gengið til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið AFC Bournemouth á lánssamningi fram á sumar. Á meðan á lánstímanum stendur hefur AFC Bournemouth tækifæri til að ganga frá kaupum á Rafal.

Rafal er fæddur og uppalinn á Neskaupstað. Þar hóf hann sinn knattspyrnuferil með Fjarðabyggð. Eftir stutta viðkomu á Egilsstöðum flutti hann með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur 12 ára gamall og gekk til liðs við Fram.

Rafal hefur verið valinn í úrtakshópa fyrir yngri landslið Íslands og auk þess farið til æfinga hjá erlendum félagsliðum m.a. Liverpool og Everton.

Rafal sem er nýorðinn 17 ára gamall hefur verið markvörður 2.flokks og varamarkvörður meistaraflokks Fram undanfarin misseri. Í byrjun janúar á þessu ári bauð AFC Bournemouth honum að koma til Englands til æfinga.

Rafal dvaldi hjá félaginu í nokkra daga og stóð sig með stakri prýði og enska félagið lýsti strax yfir áhuga á að fá hann til liðs við sig. Eftir viðræður milli félaganna er niðurstaðan sú að Rafal gengur til liðs við AFC Bournemouth á láni fram á sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Í gær

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær