fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
433

Mögulega fljótasti leikmaður Englands en er með sína galla: ,,Ég get gert miklu meira“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adama Traore, leikmaður Wolves á Englandi, þykir vera einn fljótasti ef ekki fljótasti leikmaður úrvalsdeildarinnar.

Traore býr yfir ótrúlegum krafti en hann samdi við Wolves í sumar eftir dvöl hjá Middlesbrough.

Þessi fyrrum leikmaður Barcelona hefur verið í aukahlutverki á tímabilinu en hann er enn að þróa sinn leik.

Margir tala um að Traore sé með allt það sem til þarf svo hann geti orðið einn öflugasti leikmaður deildarinnar.

Hann getur tekið menn á og er með mikinn sprengikraft en það skilar þó oft litlu og er ákvarðanatakan ekki sú besta.

Traore veit sjálfur hvað hann þarf að bæta og segist vera duglegur að gagnrýna sjálfan sig.

,,Ég hef alltaf verið fljótur en ég veit það sjálfur að ég þarf að bæta hvernig ég loka sóknum,“ sagði Traore.

,,Ég gagnrýni sjálfan mig mikið, ég reyni að einbeita mér að því sem ég þarf að gera betur og ég veit að á síðasta þriðjungnum þá get ég gert miklu meira.“

,,Nuno [Esperito Santo] vill að ég bæti mig svo ég geti spilað sem framherji og ég held ég geti gert það.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 15 klukkutímum

Maradona brjálaður eftir tapið: ,,Eiga ekki skilið að klæðast treyjunni“

Maradona brjálaður eftir tapið: ,,Eiga ekki skilið að klæðast treyjunni“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ramos er vinalegasti varnarmaður sem hann hefur mætt

Ramos er vinalegasti varnarmaður sem hann hefur mætt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta þarf að gerast að mati Arons Einars til að Ísland geti unnið Frakkland

Þetta þarf að gerast að mati Arons Einars til að Ísland geti unnið Frakkland
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hamren hrósar Birki Bjarnasyni sem elskar að spila gegn Frakklandi: Þetta er það sem Hamren elskar

Hamren hrósar Birki Bjarnasyni sem elskar að spila gegn Frakklandi: Þetta er það sem Hamren elskar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gylfi Þór: Verðum að spila betur gegn þeim en á EM

Gylfi Þór: Verðum að spila betur gegn þeim en á EM
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur segir KSÍ leggja blessun sína yfir fordóma

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur segir KSÍ leggja blessun sína yfir fordóma
433
Í gær

Telur að hann geti spilað fyrir betra lið en Arsenal

Telur að hann geti spilað fyrir betra lið en Arsenal
433Sport
Í gær

Þurfa Íslendingar að hafa áhyggjur? – Byrjaður að láta sig detta reglulega

Þurfa Íslendingar að hafa áhyggjur? – Byrjaður að láta sig detta reglulega