fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
433

Getur ekki fundið nýtt lið og æfir enn með Manchester United

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Giuseppe Rossi, fyrrum leikmaður Villarreal og Fiorentina, æfir þessa stundina með Manchester United.

Rossi er 32 ára gamall sóknarmaður en hann var hjá United frá 2004 til 2007 áður en hann hélt til Spánar.

Meiðsli hafa sett stórt strik í reikning Rossi sem hefur spilað fáa leiki síðustu ár.

Hann var síðast á mála hjá Genoa á Ítalíu en var látinn fara frá félaginu eftir síðustu leiktíð.

Rossi fékk grænt ljós á að æfa með United eftir áramót en er þó ennþá hjá félaginu sem vekur athygli.

Rossi sagðist í fyrstu ætla að mæta á æfingar í eina eða tvær vikur á meðan hann leitar sér að liði.

Það gengur þó mjög erfiðlega hjá Rossi að finna sér félag en lið eru hrædd við hans meiðslasögu.

Rossi hefur leikið víða á ferlinum og á einnig að baki 30 landsleiki fyrir Ítalíu.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 15 klukkutímum

Maradona brjálaður eftir tapið: ,,Eiga ekki skilið að klæðast treyjunni“

Maradona brjálaður eftir tapið: ,,Eiga ekki skilið að klæðast treyjunni“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ramos er vinalegasti varnarmaður sem hann hefur mætt

Ramos er vinalegasti varnarmaður sem hann hefur mætt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta þarf að gerast að mati Arons Einars til að Ísland geti unnið Frakkland

Þetta þarf að gerast að mati Arons Einars til að Ísland geti unnið Frakkland
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hamren hrósar Birki Bjarnasyni sem elskar að spila gegn Frakklandi: Þetta er það sem Hamren elskar

Hamren hrósar Birki Bjarnasyni sem elskar að spila gegn Frakklandi: Þetta er það sem Hamren elskar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gylfi Þór: Verðum að spila betur gegn þeim en á EM

Gylfi Þór: Verðum að spila betur gegn þeim en á EM
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur segir KSÍ leggja blessun sína yfir fordóma

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur segir KSÍ leggja blessun sína yfir fordóma
433
Í gær

Telur að hann geti spilað fyrir betra lið en Arsenal

Telur að hann geti spilað fyrir betra lið en Arsenal
433Sport
Í gær

Þurfa Íslendingar að hafa áhyggjur? – Byrjaður að láta sig detta reglulega

Þurfa Íslendingar að hafa áhyggjur? – Byrjaður að láta sig detta reglulega