fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Arsenal horfir til Burnley

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið Arsenal á Englandi horfir til Burnley er liðið leitar af arftaka Petr Cech sem hættir í sumar.

Enskir miðlar greina frá þessu í dag en Cech gaf það út nýlega að hann væri að leggja hanskana á hilluna.

Cech hefur verið hjá Arsenal frá árinu 2015 en er nú varamarkvörður liðsins í deild á eftir Bernd Leno.

Nick Pope er sá maður sem á að taka við af Cech en hann er á mála hjá Burnley og er partur af enska landsliðinu.

Pope hefur aðeins spilað þrjá leiki fyrir Burnley á tímabilinu og enginn af þeim í deild.

Hann hóf tímabilið meiddur og hefur ekki náð að skáka Joe Hart og Tom Heaton í baráttu um byrjunarliðssæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“