fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019
433

Davíð ætlar sér stóra hluti í Noregi: Hamren lagði inn gott orð

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Álasund hefur staðfest kaup sín á Davíð Kristján Ólafssyni frá Breiðabliki. 433.is greindi fyrst allra frá þessu í morgun að Davíð væri að fara til Noregs.

Davíð hefur verið einn öflugasti bakvörður Pepsi deildarinnar síðustu ár. Hann fór á reynslu til Álasunds fyrr í vetur og heillaði forráðamenn félagsins.

Álasund leikur í næst efstu deild Noregs en liðið var mjög nálægt því að fara upp á síðustu leiktíð. Með félaginu leika Hólmbert Aron Friðjónsson, Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson.

Davíð er fæddur árið 1995 en hann hefur spilað 100 leiki í deild og bikar á Íslandi. Hann hefur alla tíð spilað fyrir Breiðablik.

,,Ég er mjög ánægður með að skrifa undir hérna,“ sagði Davíð Kristján eftir að hafa skrifað undir þriggja ára samning í Noregi.

,,Ég var hérna í viku og náði að kynnast félaginu og borginni, ég kann vel við það sem ég hef séð. Þetta er góður hópur með góða leikmenn. Ég vonast eftir hjálp frá íslenskum liðsfélögum mínum til að aðlagast vel.“

,,Ég er spenntur fyrir því að fara út á völlinn og sanna ágæti mitt,“

Lars Bohinen, þjálfara Álasunds er spenntur fyrir því að vinna með bakverðinum. ,,Erik Hamren talar vel um Davíð,“ sagði Bohinen en Davíð lék sinn fyrsta landsleik á dögunum.

,,Davíð er sterkur, snöggur og er með öflugan vinstri fót. Davíð fann sig vel í hópnum okkar og ég er viss um að hann verður styrkur innan sem utan vallar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Strokufangar á Íslandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrirliði United staðfestir brottför – Sjáðu hvernig hann kvaddi

Fyrirliði United staðfestir brottför – Sjáðu hvernig hann kvaddi
433
Fyrir 10 klukkutímum

Þessi lið fá flest víti í úrvalsdeildinni – Mikill munur

Þessi lið fá flest víti í úrvalsdeildinni – Mikill munur
433
Fyrir 11 klukkutímum

Sparkaði í rass mótherja og fékk beint rautt spjald

Sparkaði í rass mótherja og fékk beint rautt spjald
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Er verðlaunaféð fyrir konur til skammar? – ,,Nóg fyrir nýjum kjól og klippingu“

Er verðlaunaféð fyrir konur til skammar? – ,,Nóg fyrir nýjum kjól og klippingu“
433
Fyrir 12 klukkutímum

Manchester City náði fram hefndum gegn Tottenham

Manchester City náði fram hefndum gegn Tottenham
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þessir koma til greina sem leikmaður ársins á Englandi – Enginn Salah

Þessir koma til greina sem leikmaður ársins á Englandi – Enginn Salah
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ætti Liverpool að hlusta á Mourinho?

Ætti Liverpool að hlusta á Mourinho?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kærulaus samherji eyðilagði stóru stundina – Sjáðu hvað gerðist

Kærulaus samherji eyðilagði stóru stundina – Sjáðu hvað gerðist