fbpx
Laugardagur 24.ágúst 2019  |
433

Segir að United eigi besta leikmann deildarinnar

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. febrúar 2019 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba, leikmaður Manchester United, er besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar að mati Jamie Redknapp, fyrrum leikmanns Liverpool.

Redknapp ræddi við Louis Saha, fyrrum leikmann United, eftir 3-0 sigur United á Fulham í deildinni.

Saha talaði vel um Pogba í desember eftir að Ole Gunnar Solskjær hafði tekið við liðinu af Jose Mourinho.

Redknapp er nú tilbúinn að taka undir með Frakkanum en Pogba hefur þótt standa sig frábærlega undanfarið og gerði tvö mörk í gær.

,,Ég man eftir því að við sáum um leik saman þegar Ole var nýtekinn við og þú sagðir að Pogba væri einn besti leikmaður heims,“ sagði Redknapp.

,,Á þessum tíma þá taldi fólk að það væri aðeins of mikið. Ég tel þó að nú sé fólk að sjá besta leikmann deildarinnar og besta miðjumann heims um þessar mundir.“

,,Þegar þú horfir á Pogba þá sé ég bara leikmann sem elskar að spila þessa stundina. Hann nýtur þess að spila með þetta frelsi.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo skilur ekkert – Af hverju fór hann ekki?

Ronaldo skilur ekkert – Af hverju fór hann ekki?
433
Fyrir 17 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í stórleik Liverpool og Arsenal

Líkleg byrjunarlið í stórleik Liverpool og Arsenal
433
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að starf Emery sé mjög erfitt

Segir að starf Emery sé mjög erfitt
433
Fyrir 22 klukkutímum

Giggs kemur vonarstjörnu United til varnar – Enginn svindlari

Giggs kemur vonarstjörnu United til varnar – Enginn svindlari
433
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær staðfestir að Sanchez gæti farið

Solskjær staðfestir að Sanchez gæti farið