fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019
433

Sigurbjörn um heimildarmann Fréttablaðsins: ,,Ég veit að þetta er bara bullshit“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. febrúar 2019 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Qarabag í Aserbaídjsan hefði náð samkomulagi við Val. Hannes hefur verið besti markvörður Íslands á síðustu árum.

Sagt var að allar líkur væru á því að Hannes myndi ganga í raðir Vals og gæti það enn gerst. Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals gefur samt lítið fyrir þessar fréttir í samtali við Fótbolta.net.

,,Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður samþykkt tilboð Vals og kaus hann að semja við ríkjandi Íslandsmeistara frekar en KR. Samkvæmt sömu heimildum eru Valsmenn tilbúnir að bjóða Hannesi talsvert betri kjör en KR gat boðið,“ sagði í fréttinni.

,,Ég veit ekki hvaða heimildarmenn það eru,“ sagði Sigurbjörn við Fótbolta.net um að hvort frétt Fréttablaðsins væri ekki rétt.

,,Ég held að það sé bara bullshit, og ég veit það. Það er ekki málið, hann er bara í Aserbaídsjan.“

Hannes varð Íslandsmeistari með KR áður en hann fór í atvinnumennsku. Hannes hefur verið einn mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins síðustu ár, hann varði mark liðsins á EM og á HM.

Valur hefur unnið Pepsi deildina síðustu tvö tímabil og hefur styrkt leikmannahóp sinn vel í vetur. Ljóst er að koma Hannesar yrði hvalreki.

Fyrir er Valur með Anton Ara Einarsson sem var einn besti markvörður deildarinnar sumarið 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 14 klukkutímum

Wenger vildi sjá fyrrum stjóra Chelsea taka við af sér – Öll fjölskyldan býr í London

Wenger vildi sjá fyrrum stjóra Chelsea taka við af sér – Öll fjölskyldan býr í London
433
Fyrir 14 klukkutímum

Pirraður að fá ekki tækifæri með landsliðinu

Pirraður að fá ekki tækifæri með landsliðinu
433
Fyrir 17 klukkutímum

Dreymir um að spila fyrir Manchester United

Dreymir um að spila fyrir Manchester United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eiginkona Arons Einars er með tárin í augunum: ,,Svo lengi sem fjölskylda okkar er saman er ég til í ævintýri“

Eiginkona Arons Einars er með tárin í augunum: ,,Svo lengi sem fjölskylda okkar er saman er ég til í ævintýri“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Auli mun segja Aroni Einari til í Katar

Auli mun segja Aroni Einari til í Katar
433
Fyrir 20 klukkutímum

Landsliðsmenn hjóla um smábæinn og leita að matvörubúð

Landsliðsmenn hjóla um smábæinn og leita að matvörubúð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Húð Arons Einars er ekki gerð fyrir of mikla sól: ,,Hann veit sem betur fer af því“

Húð Arons Einars er ekki gerð fyrir of mikla sól: ,,Hann veit sem betur fer af því“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ragnar gerir kröfu á sigur gegn Andorra: ,,Gaman að fara að sýna okkar rétta andlit“

Ragnar gerir kröfu á sigur gegn Andorra: ,,Gaman að fara að sýna okkar rétta andlit“