fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
433

Warnock í sárum og getur ekki sofið: Þetta var það sem Sala sagði alltaf við hann

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Bretlandi gaf það út á fimmtudaginn að hætt væri að leita að framherjanum Emiliano Sala og flugmanninum Dave Ibbotson.

Sala og Ibbotson voru um borð í flugvél í síðustu viku sem hvarf skyndilega á leið sinni frá Nantes til Cardiff. Eftir 72 klukkutíma leit þá gafst lögreglan upp sem varð til þess að fjölskylda Sala bað almenning um hjálp.

Fjölmargir knattspyrnumenn hafa kallað eftir því að leitinni verði haldið áfram og þar á meðal Lionel Messi, leikmaður Barcelona.

Um helgina tókst að safna 300 þúsund evrum sem eru meira en 30 milljónir króna. Leit fór aftur af stað í gær. Leikmenn eins og Demaray Gray hjá Leicester, Ilkay Gundogan hjá Manchester City og Corentin Tolisso hjá Bayern Munchen hafa styrkt málefnið.

Sala hafði skrifað undir hjá Cardiff en félagið keypti hann frá Nantes, framherjinn fór aftur til Frakklands til að sækja eigur sínar og var á leið á sína fyrstu æfingu með Cardiff, þegar vélin hvarf.

,,Þetta hefur haft meiri áhrif á mig en aðra, ég hafði verið að tala við Sala í sex til átta vikur,“ sagði Neil Warnock, stjóri Cardiff um málið. Félagið hafði lagt mikið á sig til að fá framherjann.

,,Ég kallaði hann alltaf Emile, ég sagði honum að ég gæti ekki borið fram nafnið hans. Minningarnar sem ég hef frá honum eru að hann lofaði mér að skora mörk fyrir mig, ég sagði alltaf við hann að ég vissi að svo væri.“

Sala skrifaði undir hjá Cardiff á laugardegi, sama dag og liðið var að spila fyrir Newcastle. ,,Ég bauð honum til Newcastle, ég hugsa oft um það. Hann vildi fara til Frakklands og hitta vini sína og taka eigur sínar.“

,,Ég hef ekki getað sofið, ég hef verið í fótbolta í 40 ár en þetta er það erfiðasta á ferlinum.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 4 klukkutímum

Bale: Við erum vélmenni

Bale: Við erum vélmenni
433
Fyrir 4 klukkutímum
Ottó Björn í KA
433
Fyrir 5 klukkutímum

Mbappe vildi fara: ,,Ég sannfærði hann og faðir hans“

Mbappe vildi fara: ,,Ég sannfærði hann og faðir hans“
433
Fyrir 6 klukkutímum

Hentar hann leikstíl Manchester City betur?

Hentar hann leikstíl Manchester City betur?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Er Manchester City að skemma fótboltann?

Er Manchester City að skemma fótboltann?
433
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool og Bayern berjast um öflugan framherja

Liverpool og Bayern berjast um öflugan framherja
433
Í gær

Staðfestir viðræður við Griezmann

Staðfestir viðræður við Griezmann
433Sport
Í gær

Óli Kristjáns öskraði á sína menn: ,,Njótið þess að sjúga karamelluna“

Óli Kristjáns öskraði á sína menn: ,,Njótið þess að sjúga karamelluna“