fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
433

Baldur Sigurðsson fór í aðgerð í vikunni: ,,Ekki nein dramatík, bara viðgerð á gömlum karli“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. janúar 2019 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Sigurðsson, miðjumaður Stjörnunnar og íþróttamaður ársins 2018 í Garðabæ fór í aðgerð á hné í vikunni. Þetta staðfesti hann í samtali við 433.is í dag.

Baldur fann fyrir verki í hnénu og ákveðið var að skera hann upp. Það var sjálfur Dr. Football, Hjörvar Hafliðason sem sagði fyrst frá meiðslum Baldurs í þætti sínum.

,,Ég þurfti að fara í smá aðgerð á hné, ég var skorinn upp fyrir tveimur dögum. Þetta er svipuð aðgerð og ég hef farið í vinsta megin. Aðgerðin gekk vel og nú er bara stefnan sett á að vera klár í fyrsta leik,“ sagði Baldur og á þar við um Pepsi deildina sem hefst í lok apríl.

Ljóst er að það gæti staðið tæpt en Baldur ætlar að gera allt til þess að það takist. ,,Þetta eru þrír mánuðir sirka, plús, mínus. Ég var búinn að finna fyrir þessum verk fyrir jól, ég hélt að það myndi svo bara fara.“

,,Ég hafði verið að æfa á fullum krafti en verkurinn fór ekkert þegar ég fór af stað, það var svo bara í samráði við lækni sem við ákváðum að þetta væri best.“

,,Þetta er ekki nein dramatík, bara smá viðgerð á gömlum karli,“ sagði Baldur léttur en hann verður 34 ára gamall á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hamren hrósar Birki Bjarnasyni sem elskar að spila gegn Frakklandi: Þetta er það sem Hamren elskar

Hamren hrósar Birki Bjarnasyni sem elskar að spila gegn Frakklandi: Þetta er það sem Hamren elskar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Jóhann Berg ekki með á morgun: Sendur heim til Burnley

Jóhann Berg ekki með á morgun: Sendur heim til Burnley
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jóhann Berg: Höfum sýnt að við getum náð í punkta gegn erfiðum liðum á útivelli

Jóhann Berg: Höfum sýnt að við getum náð í punkta gegn erfiðum liðum á útivelli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands í París: Fer Hamren í fimm manna vörn?

Líklegt byrjunarlið Íslands í París: Fer Hamren í fimm manna vörn?
433
Fyrir 13 klukkutímum

Elskar að finna fyrir hatri frá öðrum stuðningsmönnum

Elskar að finna fyrir hatri frá öðrum stuðningsmönnum
433
Fyrir 14 klukkutímum

Telur að hann geti spilað fyrir betra lið en Arsenal

Telur að hann geti spilað fyrir betra lið en Arsenal
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað Salah skrifaði í sandinn – Það sem allir stuðningsmenn Liverpool elska

Sjáðu hvað Salah skrifaði í sandinn – Það sem allir stuðningsmenn Liverpool elska
433
Í gær

Giggs hataði þessa fjóra leikmenn Arsenal: ,,Óheiðarlegur og komst upp með morð“

Giggs hataði þessa fjóra leikmenn Arsenal: ,,Óheiðarlegur og komst upp með morð“