fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
433Sport

Benedikt Bóas fer ófögrum orðum um Pepsimörkin – ,,Þetta er svo þungt og svo leiðinlegt“

433
Þriðjudaginn 18. september 2018 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður Fréttablaðsins og fjölmiðlarýnir var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun.

Þar fór Benedikt yfir helgina í sjónvarpinu en þar fór hann yfir íþróttaþætti í sjónvarpinu.

Benedikt hrósaði Seinin bylgjunni á Stöð2 Sport en gagnrýndi Pepsimörkin sem fjallar um efstu deild karla í knattspyrnu.

,,Ég tók bikarleikinn og Pepsi mörkin, handboltaþátturinn var í gær. Seinni bylgjan, það er svo mikill munur á íþróttaþáttum. Handbolti, þeir eru svo léttir. Þeir eru að tala um dómara, en eru ekki að eyða tíma í það nema nokkur atriði,“ sagði Benedikt í Brenslunni á FM957 í morgun.

Benedikt heldur því fram að þátturinn sem Hörður Magnússon sé lítið skemmtiefni, sé í raun leiðinlegur.

,,Pepsimörkin, þetta er svo þungt og svo leiðinlegt. Það voru 25 mínútunum eytt í leik Víkings og FH, þau eru í fimmta og tíunda sæti. Er þetta leikurinn sem þú átt að eyða 25 mínútum, svo kemur ´Áttu þessir að fá víti?´. Svo kemur bjána móment, þetta var ekki víti. Svo ætla ég að sýna ykkur eitt annað, ´Áttu þeir kannski að fá aukaspyrnu?´. Svarið er svo nei, þetta var ekki neitt.“

,,Ég held að þátturinn á sunnudag, þetta var versti þáttur Pepsimarkanna frá upphafi, því miður. Þú sérð það bara á Twitter, í gær var handboltaþátturinn. Það eru kannski 55 tíst um þáttinn, um Pepsimörkin voru þau fjögur. Þegar það er þannig. Veðrið hefur áhrif á fækkun á vellinum en hversu stór hlutur er að showið í kringum Pepsi deildina, það er ekki nógu gott.“

Benedikt segir að Pepsimörkin hafi farið í mikla vinnu fyrir sumarið en finnst það ekki hafa skilað sér.

,,Það var farið í rosalega vinnu í vetur, meðal annars Gunnar Jarl kominn þarna inn. Hann er betri að lýsa leikjum, hann er ekki nógu góður í settinu. Eina skiptir sem þeir brostu eða hlógu á sunnudag var þegar Gunnar Jarl sagðist vilja vera aðstoðarmaður Todda (Þorvalds Örlygssonar) hjá KA.“

,,Þetta er svolítið stopp, það hefur ekki orðið nein þróunn á þættinum frá 2012. Ég skil ekki af hveru fótbolti þarf að vera svona dramatískur.“

Viðtalið við Benedikt er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu hvernig Rashford nýtti tímann í fríinu

Sjáðu hvernig Rashford nýtti tímann í fríinu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu hvað Salah skrifaði í sandinn – Það sem allir stuðningsmenn Liverpool elska

Sjáðu hvað Salah skrifaði í sandinn – Það sem allir stuðningsmenn Liverpool elska
433Sport
Í gær

Það sem þjóðin hafði að segja eftir leik: Skoraði Ögmundur? – ,,Steinþegiði!“

Það sem þjóðin hafði að segja eftir leik: Skoraði Ögmundur? – ,,Steinþegiði!“
433Sport
Í gær

Viðar sagði Kjartani að halda kjafti: Sjáðu myndirnar

Viðar sagði Kjartani að halda kjafti: Sjáðu myndirnar