fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
433Sport

Steini Halldórs um að taka við kvennalandsliðinu: Ég veit það að ég er bestur í starfið

Victor Pálsson
Mánudaginn 17. september 2018 19:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, gat brosað í kvöld eftir sigur liðsins á Selfoss, 3-1. Blikar fagna sigri í Pepsi-deild kvenna með sigrinum.

,,Það er stórkostlegt að vera búinn að vinna mótið áður en það er búið, það er frábært afrek. Við sýndum það að við erum besta lið Íslands í dag,“ sagði Þorsteinn.

,,Ég róaði þær niður í hálfleik og við fórum yfir það sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að vera aggressívari í pressu og pressa þær hærra. Þær vilja spila fótbolta og eru ekki endilega að kýla fram.“

,,Fyrsta korterið í leiknum hélt ég að við værum að fara að skora fljótlega en svo fáum við högg í andlitið og það kom smá bakslag. Um leið og við jöfnuðum þá sá maður að þær stækkuðu aftur og urðu eðlilegar.“

,,Við erum bara best. Góð liðsheild. Ef maður skoða mótið í sumar þá er maður ekki endilega að taka einn leikmann út sem var yfirburðar. Bæði sóknarlega og varnarlega, liðið hefur spilað flott á vellinum.“

Þorsteinn var svo spurður út í það hvort hann hefði áhuga á að taka við íslenska kvennalandsliðinu en starfið er laust.

,,Þetta er flókin spurning. Ég er samningsbundinn Breiðablik og mér líður ógeðslega vel hérna. Ég hef í sjálfu sér engin áform um það að breyta.“

,,Auðvitað veit ég það sjálfur að ég er bestur í starfið en það er eitthvað sem kemur í ljós.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Elmar tekur upp hanskann fyrir Eddu Sif: ,,Ekki fréttnæmt og hreinlega vandræðalegt fyrir fólk“

Elmar tekur upp hanskann fyrir Eddu Sif: ,,Ekki fréttnæmt og hreinlega vandræðalegt fyrir fólk“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þurfa Íslendingar að hafa áhyggjur? – Byrjaður að láta sig detta reglulega

Þurfa Íslendingar að hafa áhyggjur? – Byrjaður að láta sig detta reglulega
433Sport
Í gær

Hvað er hann að gera hjá Arsenal? – Skipti sem enginn skilur

Hvað er hann að gera hjá Arsenal? – Skipti sem enginn skilur
433Sport
Í gær

Sonur Eiðs Smára með magnað afrek: Skoraði þrennu gegn Þýskalandi

Sonur Eiðs Smára með magnað afrek: Skoraði þrennu gegn Þýskalandi
433Sport
Í gær

Þessir taka flesta spretti á Englandi: Bakvörður í efsta sætinu

Þessir taka flesta spretti á Englandi: Bakvörður í efsta sætinu
433Sport
Í gær

Aldur er bara tala: Spilar með syninum og barnabarninu – Elsti íþróttamaður heims?

Aldur er bara tala: Spilar með syninum og barnabarninu – Elsti íþróttamaður heims?