fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Blaðamaður Morgunblaðsins lætur Gylfa og Söru heyra það – ,,Fyrirliðastaða í landslið á aldrei að vera upp á punt“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 16. september 2018 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ívar Benediktsson blaðamaður á Morgunblaðinu er ekki ánægður með hvernig Sara Björk Gunnarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson hafa komið fram síðustu daga og vikur.

Bæði voru fyrirliða knattspyrnulandsliðanna í síðustu verkefnum. Sara þegar kvennalandsliðinu mistókst að koma sér á HM og Gylfi þegar Ísland fékk skelli gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni.

Eftir að Ísland mistók að tryggja sig í umspil á HM gegn Tékklandi þá mætti Sara ekki í viðtöl við fjölmiðla. Sama gerðist svo síðasta þriðjudag þegar Ísland tapaði gegn Sviss á heimavelli, þá mætti Gylfi ekki í viðtöl við fjölmiðla.

,,Í tvígang á skömmum tíma hefur það gerst að fyrirliðar íslensku knattspyrnulandsliðanna hafa ekki staðið undir hlutverki sínu í kjölfar kappleikja. Hið fyrra var eftir landsleik Íslands og Tékklands
í undankeppni HM kvenna og hið síðara fyrr í vikunni að lokinni viðureign Íslands og Belgíu í knattspyrnu karla í Þjóðadeild UEFA,“
skrifar Ívar í pistli sínum sem birtist í Morgunblaðinu í gær.

,,Eftir báða leiki voru flestallirleikmenn landsliðanna fúsir tilviðtals þótt e.t.v. væru sumir ekki upplitsdjarfir og skal engan undra.Í bæði skiptin hafa fyrirliðarnir ekki viljað koma fram fyrir þjóðina í viðtölum við fjölmiðla. Báðir fengu að komast upp með þetta af hálfu Knattspyrnusambands Íslands. Á þriðjudagskvöldið fengu blaðamenn skilaboð talsverðu eftir leik um að fyrirliði karlaliðsins yrði alls ekki til viðtals. Fyrirliði landsliðs sem er svo harmi sleginn í leikslok yfir eigin frammistöðu eða liðsins að hann getur ekki sinnt hlutverki sínu sem talsmaður hópsins er ekki starfi sínu vaxinn. Honum á að skipta út. Fyrirliðastaða í landslið á aldrei að vera upp á punt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð