fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2019
433

Gylfi Þór og Sara Björk knattspyrnufólk ársins 2018

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. desember 2018 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2018. Þetta er í 15. sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja.

Knattspyrnumaður ársins


1. sæti
Gylfi Þór Sigurðsson átti að venju mjög gott tímabil, en hann hefur verið ein af driffjöðrum sóknarleiks Everton. Liðið endaði í 8. sæti á síðastliðnu tímabili þar sem Gylfi lék 27 leiki, skoraði fjögur mörk og átti þrjár stoðsendingar. Í enska bikarnum lék hann einn leik og skoraði eitt mark, ásamt því að leika fjóra leiki í Evrópudeildinni og skora eiga þar tvær stoðsendingar. Fyrir Everton hefur hann leikið 17 leiki á yfirstandandi leiktímabili, skorað sjö mörk og átt tvær stoðsendingar.

Gylfi var lykilmaður í landsliði Íslands þegar það tók þátt í lokakeppni HM í fyrsta skipti í sögunni, en þar lék hann alla leiki liðsins og skoraði mark Íslands í leiknum gegn Króatíu. Í Þjóðadeild UEFA lék hann þrjá af fjórum leikjum liðsins.

2. sæti
Alfreð Finnbogason hefur leikið vel á árinu, hvort sem það er hjá Augsburg eða með landsliðinu. Liðið endaði í 12. sæti á síðastliðnu leiktímabili og Alfreð átti gott tímabil, þrátt fyrir meiðsli, og skoraði 12 mörk í 22 leikjum, ásamt því að eiga þrjár stoðsendingar. Á yfirstandandi leiktímabili hefur hann leikið átta leiki, skorað sjö mörk og átt eina stoðsendingu.

Alfreð skoraði mark Íslands gegn Argentínu og með því fyrsta mark Íslands í lokakeppni HM ásamt því að skora mark Íslands gegn Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA.

3. sæti
Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið einn allra besti leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni og er þar algjör lykilmaður. Liðið lék frábærlega á síðasta leikatímabili, endaði í 7. sæti og nældi sér með því í sæti í Evrópudeildinni. Jóhann átti frábært tímabil, lék 38 leiki, skoraði tvö mörk og sendi átta stoðsendingar. Á yfirstandandi leiktímabili hefur hann leikið 20 leiki, skorað tvö mörk og átt fimm stoðsendingar.

Jóhann Berg hefur einnig verið lykilmaður hjá íslenska landsliðinu og lék tvo af þremur leikjum þess á HM.

Knattspyrnukona ársins

1. sæti
Sara Björk Gunnarsdóttir er einn af mikilvægustu leikmönnum Wolfsburg og vann þar bæði deild og bikar á síðastliðnu tímabili, annað árið í röð. Á yfirstandandi tímabili hefur liðið ekki enn tapað leik, unnið 11 og gert eitt jafntefli og situr í efsta sæti með fimm stiga forskot. Liðið komst alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar en tapaði þar fyrir Lyon.

Sara Björk hefur leikið átta leiki á yfirstandandi leiktímabili og skorað í þeim eitt mark. Hún er fyrirliði íslenska landsliðsins og á árinu lék hún átta leiki með liðinu.

2. sæti
Sif Atladóttir var frábær á árinu með Kristianstad, en liðið endaði í fjórða sæti í sænsku úrvalsdeildinni. Sif var þar klettur í vörninni, lék 21 af 22 leikjum tímabilsins. Í lok þess var hún valin ein af þremur mikilvægustu leikmönnum deildarinnar.

Sif lék sjö leiki með íslenska landsliðinu á árinu og var mikilvægur hlekkur í varnarleik liðsins.

3. sæti
Glódís Perla Viggósdóttir átti gott tímabili með Rosengard, en liðið endaði í þriðja sæti í sænsku úrvalsdeildinni. Þar lék Glódís Perla alla 22 leiki liðsins og skoraði fjögur mörk.

Hún var frábær með íslenska landsliðinu á árinu, lék 15 leiki og skoraði fjögur mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ótrúlegum fyrri hálfleik lokið í Meistaradeildinni – Þetta gerðist á Etihad

Ótrúlegum fyrri hálfleik lokið í Meistaradeildinni – Þetta gerðist á Etihad
433
Fyrir 14 klukkutímum

Einn heitasti framherji Evrópu keyptur á sjö milljónir – Gæti strax farið annað

Einn heitasti framherji Evrópu keyptur á sjö milljónir – Gæti strax farið annað
433
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Porto og Liverpool – Origi byrjar

Byrjunarlið Porto og Liverpool – Origi byrjar
433
Fyrir 17 klukkutímum

Smellti fingrum og heimtaði að fá sitt: Sá eini sem hefur sagt nei

Smellti fingrum og heimtaði að fá sitt: Sá eini sem hefur sagt nei
433
Fyrir 18 klukkutímum

Þungskýjað þegar Ole við stýrið snéri aftur til Manchester

Þungskýjað þegar Ole við stýrið snéri aftur til Manchester
433
Fyrir 19 klukkutímum
Kelsey Wys í Selfoss
433
Fyrir 19 klukkutímum

Prikið verður stærsti styrktaraðili Kórdrengja

Prikið verður stærsti styrktaraðili Kórdrengja
433
Fyrir 19 klukkutímum

Oblak framlengir við Atletico Madrid: Þetta verður verðmiðinn

Oblak framlengir við Atletico Madrid: Þetta verður verðmiðinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona verða búningarnir í Pepsi Max-deild karla: Varabúningur Vals vekur athygli

Svona verða búningarnir í Pepsi Max-deild karla: Varabúningur Vals vekur athygli
433
Fyrir 23 klukkutímum

Ráðleggur Bayern að ráða Mourinho

Ráðleggur Bayern að ráða Mourinho
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bjarni Fel horfði á fólk deyja: „Þetta fylgdi mér lengi“

Bjarni Fel horfði á fólk deyja: „Þetta fylgdi mér lengi“