fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
433

Þetta eru liðin sem ensk lið geta mætt í Meistaradeildinni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. desember 2018 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í gær. Manchester United tókst ekki að tryggja sér efsta sætið í riðli H í Meistaradeild Evrópu. United heimsótti spænska liðið Valencia í hörkuleik á Mestalla vellinum en þurfti að sætta sig við 2-1 tap.

United gat tryggt sér efsta sætið með sigri en Juventus tapaði á sama tíma gegn Young Boys. Bæði lið fara þó áfram. Manchester City lagði Hoffenheim 2-1 á Etihad vellinum. City lenti undir en kom til baka og fagnaði að lokum sigri eftir tvö mörk frá Leroy Sane.

Það er Lyon sem fer áfram ásamt City í næstu umferð en þeir frönsku gerðu 1-1 jafntefli við Shakhtar Donetsk í Úkraínu sem reyndist nóg. Bayern Munchen og Ajax gerðu þá 3-3 jafntefli í Hollandi en það var boðið upp á ótrúlega skemmtun.

Bayern kom til baka undir lok leiksins eftir að hafa verið 2-1 undir og var með 3-2 forystu er uppbótartíminn hófst. Á 96. mínútu leiksins tókst Nicolas Tagliafico að jafna fyrir Ajax og lokastaðan 3-3 í stórskemmtilegum leik. Bæði lið eru komin í næstu umferð.

Á þriðjudag tryggðu Liverpool og Tottenham sig áfram en ensku liðin fá erfiða leiki í næstu umferð. Manchester City gæti fengið Atletico Madrid en annars fær riðil góðan drátt.

Liverpool, United og Tottenham fá að öllum líkindum mjög erfiða leiki, öll þessi þrjú lið eiga sér þó draum um að fá Porto.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hamren hrósar Birki Bjarnasyni sem elskar að spila gegn Frakklandi: Þetta er það sem Hamren elskar

Hamren hrósar Birki Bjarnasyni sem elskar að spila gegn Frakklandi: Þetta er það sem Hamren elskar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Jóhann Berg ekki með á morgun: Sendur heim til Burnley

Jóhann Berg ekki með á morgun: Sendur heim til Burnley
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jóhann Berg: Höfum sýnt að við getum náð í punkta gegn erfiðum liðum á útivelli

Jóhann Berg: Höfum sýnt að við getum náð í punkta gegn erfiðum liðum á útivelli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands í París: Fer Hamren í fimm manna vörn?

Líklegt byrjunarlið Íslands í París: Fer Hamren í fimm manna vörn?
433
Fyrir 13 klukkutímum

Elskar að finna fyrir hatri frá öðrum stuðningsmönnum

Elskar að finna fyrir hatri frá öðrum stuðningsmönnum
433
Fyrir 14 klukkutímum

Telur að hann geti spilað fyrir betra lið en Arsenal

Telur að hann geti spilað fyrir betra lið en Arsenal
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað Salah skrifaði í sandinn – Það sem allir stuðningsmenn Liverpool elska

Sjáðu hvað Salah skrifaði í sandinn – Það sem allir stuðningsmenn Liverpool elska
433
Í gær

Giggs hataði þessa fjóra leikmenn Arsenal: ,,Óheiðarlegur og komst upp með morð“

Giggs hataði þessa fjóra leikmenn Arsenal: ,,Óheiðarlegur og komst upp með morð“