fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433

Þetta eru liðin sem ensk lið geta mætt í Meistaradeildinni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. desember 2018 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í gær. Manchester United tókst ekki að tryggja sér efsta sætið í riðli H í Meistaradeild Evrópu. United heimsótti spænska liðið Valencia í hörkuleik á Mestalla vellinum en þurfti að sætta sig við 2-1 tap.

United gat tryggt sér efsta sætið með sigri en Juventus tapaði á sama tíma gegn Young Boys. Bæði lið fara þó áfram. Manchester City lagði Hoffenheim 2-1 á Etihad vellinum. City lenti undir en kom til baka og fagnaði að lokum sigri eftir tvö mörk frá Leroy Sane.

Það er Lyon sem fer áfram ásamt City í næstu umferð en þeir frönsku gerðu 1-1 jafntefli við Shakhtar Donetsk í Úkraínu sem reyndist nóg. Bayern Munchen og Ajax gerðu þá 3-3 jafntefli í Hollandi en það var boðið upp á ótrúlega skemmtun.

Bayern kom til baka undir lok leiksins eftir að hafa verið 2-1 undir og var með 3-2 forystu er uppbótartíminn hófst. Á 96. mínútu leiksins tókst Nicolas Tagliafico að jafna fyrir Ajax og lokastaðan 3-3 í stórskemmtilegum leik. Bæði lið eru komin í næstu umferð.

Á þriðjudag tryggðu Liverpool og Tottenham sig áfram en ensku liðin fá erfiða leiki í næstu umferð. Manchester City gæti fengið Atletico Madrid en annars fær riðil góðan drátt.

Liverpool, United og Tottenham fá að öllum líkindum mjög erfiða leiki, öll þessi þrjú lið eiga sér þó draum um að fá Porto.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var