fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
433

Ótrúleg ástæða þess að Oxlade-Chamberlain fékk minna að spila – Kostaði Arsenal mikið

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 5. desember 2018 18:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alex Oxlade-Chamberlain var seldur til Liverpool síðasta sumar en hann gekk í raðir félagsins frá Arsenal.

Miðjumaðurinn spilaði með Arsenal í sex ár en náði í raun aldrei að festa sig almennilega í sessi.

Blaðamaðurinn Alan Gernon greinir frá því í dag að Arsenal hafi passað sig á að nota Oxlade-Chamberlain sparsamlega er hann var hjá félaginu.

Ástæðan er klásúla sem var í samningi leikmannsins sem kom frá Southampton árið 2011.

Í hvert skipti sem Oxlade-Chamberlain lék yfir 20 mínútur í leik þá þurfti Arsenal að borga uppeldisfélagi hans tíu þúsund pund.

Gernon bendir á það að Oxlade-Chamberlain hafi oft komið við sögu í leikjum á 71. mínútu eða seinna.

Nú er spurning hvort það hafi haft stór áhrif á spilatíma leikmannsins á Emirates en hann lék þó oft meira en 20 mínútur ef þess þurfti.

Arsenal er þó ásakað um að reyna að passa sig að nota leikmanninn ekki að óþörfu í leikjum sem skiptu kannski minna máli.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vann magnaðan sigur á Real en rekinn klukkutíma seinna – Stuðningsmenn brjálaðir

Vann magnaðan sigur á Real en rekinn klukkutíma seinna – Stuðningsmenn brjálaðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hélt magnaða ræðu fyrir tapliðið – Fór beint inn í klefann

Hélt magnaða ræðu fyrir tapliðið – Fór beint inn í klefann
433
Fyrir 18 klukkutímum

Ótrúlegur árangur þrátt fyrir að vera alltaf meiddur

Ótrúlegur árangur þrátt fyrir að vera alltaf meiddur