fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
433

Adidas fer í mál við leikmann Barcelona – Vilja svakalegar upphæðir

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. desember 2018 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adidas hefur farið í mál við Rafinha leikmann Barcelona, fyrirtækið segir hann hafa brotið samning.

Adidas heimtar það að Rafinha borgi 90 þúsund pund fyrir hvern dag sem hann hefur brotið samninginn að þeirra mati.

Rafinha var með samninga við Adidas sem hann taldi taka enda 30 júní á þessu ári.

Adidas segir að ákvæði sé í samningum sem fyrirtækið hafi nýtt, nú sé hann með samning til ársins 2023.

Rafinha hefur ekki klæðst Adidas skóm á vellinum frá því að samningurinn tók enda að hans mati.

Þetta sættir fyrirtækið sig ekki við og hefur nú höfðað málsókn í Amsterdam þar sem fyrirtækið er með höfuðstöðvar.

Rafinha hefur verið í svörtum Mizuno skóm á þessu tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vann magnaðan sigur á Real en rekinn klukkutíma seinna – Stuðningsmenn brjálaðir

Vann magnaðan sigur á Real en rekinn klukkutíma seinna – Stuðningsmenn brjálaðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hélt magnaða ræðu fyrir tapliðið – Fór beint inn í klefann

Hélt magnaða ræðu fyrir tapliðið – Fór beint inn í klefann
433
Fyrir 15 klukkutímum

Ótrúlegur árangur þrátt fyrir að vera alltaf meiddur

Ótrúlegur árangur þrátt fyrir að vera alltaf meiddur