fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019
433

KA að fá mikinn liðsstyrk – Þrír leikmenn að snúa aftur heim

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 17:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið KA ætlar sér stóra hluti næsta sumar í Pepsi-deild karla undir stjórn Óla Stefáns Flóventssonar.

Fyrr í dag var greint frá því að Haukur Heiðar Hauksson væri á heimleið eftir dvöl hjá AIK í Svíþjóð.

Haukur spilaði með KA frá 2008 til 2011 áður en hann samdi við KR. Hann varð svo sænskur meistari með AIK fyrr á þessu ári.

Mbl.is greinir nú frá því að tveir aðrir leikmenn séu einnig á leið heim til Akureyrar.

Leikmennirnir eru þeir Andri Fannar Stefánsson og Almarr Ormarsson sem þekkja vel til félagsins.

Andri kemur til KA frá Íslandsmeisturum Vals en bakvörðurinn spilaði aðeins tvo leiki með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Hann hóf meistaraflokks feril sinn með KA.

Almarr mun þá skrifa undir frá Fjölni en hann lék 20 leiki með liðinu í sumar sem féll úr efstu deild.

Almarr er einnig uppalinn hjá KA og lék með liðinu frá 2005 til 2008 og svo aftur frá 2016 til 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Strokufangar á Íslandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrirliði United staðfestir brottför – Sjáðu hvernig hann kvaddi

Fyrirliði United staðfestir brottför – Sjáðu hvernig hann kvaddi
433
Fyrir 10 klukkutímum

Þessi lið fá flest víti í úrvalsdeildinni – Mikill munur

Þessi lið fá flest víti í úrvalsdeildinni – Mikill munur
433
Fyrir 12 klukkutímum

Sparkaði í rass mótherja og fékk beint rautt spjald

Sparkaði í rass mótherja og fékk beint rautt spjald
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er verðlaunaféð fyrir konur til skammar? – ,,Nóg fyrir nýjum kjól og klippingu“

Er verðlaunaféð fyrir konur til skammar? – ,,Nóg fyrir nýjum kjól og klippingu“
433
Fyrir 13 klukkutímum

Manchester City náði fram hefndum gegn Tottenham

Manchester City náði fram hefndum gegn Tottenham
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þessir koma til greina sem leikmaður ársins á Englandi – Enginn Salah

Þessir koma til greina sem leikmaður ársins á Englandi – Enginn Salah
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ætti Liverpool að hlusta á Mourinho?

Ætti Liverpool að hlusta á Mourinho?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kærulaus samherji eyðilagði stóru stundina – Sjáðu hvað gerðist

Kærulaus samherji eyðilagði stóru stundina – Sjáðu hvað gerðist