fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
433Sport

Leikmaður Bayern brjálaðist eftir umfjöllun blaðamanns – Reyndi að slá hann þrisvar

Victor Pálsson
Mánudaginn 12. nóvember 2018 14:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franck Ribery, leikmaður Bayern Munchen, kom sér í vesen um helgina eftir leik við Borussia Dortmund.

Bayern hefur staðfest það að Ribery hafi rifist heiftarlega við blaðamanninn Patrick Guillou eftir 3-2 tap á laugardag.

Ribery var mjög óánægður með hvernig Guillou fjallaði um tap liðsins og sló til blaðamannsins þrisvar.

Ribery er kennt um tvö af mörkum Dortmund í tapinu og var hann gríðarlega pirraður í leikslok og missti stjórn á sér.

Bayern staðfestir að félagið hafi nú þegar rætt við Guillou sem starfar fyrir beIN Sports. Hann og Ribery hafa þekkst í mörg ár.

Félagið staðfestir einnig að Ribery og Guillou muni ræða saman undir fjögur augu eftir atvikið og reyna að ná sáttum.

Það er þó líklegt að Ribery verði einnig refsað af þýska knattspyrnusambandinu eftir hegðun sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þurfa Íslendingar að hafa áhyggjur? – Byrjaður að láta sig detta reglulega

Þurfa Íslendingar að hafa áhyggjur? – Byrjaður að láta sig detta reglulega
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu hvernig Rashford nýtti tímann í fríinu

Sjáðu hvernig Rashford nýtti tímann í fríinu
433Sport
Í gær

Sonur Eiðs Smára með magnað afrek: Skoraði þrennu gegn Þýskalandi

Sonur Eiðs Smára með magnað afrek: Skoraði þrennu gegn Þýskalandi
433Sport
Í gær

Nýtt met í enska landsliðinu: Sá yngsti til að spila keppnisleik

Nýtt met í enska landsliðinu: Sá yngsti til að spila keppnisleik
433Sport
Í gær

Aldur er bara tala: Spilar með syninum og barnabarninu – Elsti íþróttamaður heims?

Aldur er bara tala: Spilar með syninum og barnabarninu – Elsti íþróttamaður heims?
433Sport
Í gær

Skandall í undankeppni EM: Hvernig er þetta vítaspyrna?

Skandall í undankeppni EM: Hvernig er þetta vítaspyrna?
433Sport
Í gær

Hamren um fagnið hans Viðars: Get ekki tjáð mig um það

Hamren um fagnið hans Viðars: Get ekki tjáð mig um það
433Sport
Í gær

Það sem þjóðin hafði að segja eftir leik: Skoraði Ögmundur? – ,,Steinþegiði!“

Það sem þjóðin hafði að segja eftir leik: Skoraði Ögmundur? – ,,Steinþegiði!“