fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433

Sjáðu þegar Mourinho skaut á enska sambandið og grenjaði úr hlátri

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var hart tekist á þegar Juventus tók á móti Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gær. United byrjaði með ágætum en fljótlega fór Juventus að taka undirtökin, það var svo Cristiano Ronaldo sem kom Juventus yfir. Hann hamraði boltann í net United í síðari hálfleik.

Allt stefndi í sigur Juventus þegar hinn snjalli, Juan Mata skoraði beint úr aukaspyrnu. Hann hafði komið inn sem varamaður í leiknum. Það var svo á 90 mínútu sem United tryggði sér sigur en það var sjálfsmark hjá Alex Sandro sem gerði það. United með sjö stig en Juventus með níu stig á toppnum. Bæði lið tryggja sig áfram í næstu umferð með sigri.

Meira:
Sjáðu hvað Mourinho gerði eftir leik: Allt varð vitlaust

Eftir leik gekk Jose Mourinho, stjóri United inn á völlinn og var að biðja þá sem að efast um að halda áfram að tala. Leonardo Bonucci og aðrir leikmenn Juventus voru óhressir með hegðun hans en gæslan kom öllu í ró.

,,Skilur þú ítölsku?,“ sagði Mourinho og fréttamaðurinn svaraði neitandi.

Mourinho ákvað þá að bomba á enska knattspyrnusambandið sem reynir að koma honum í bann fyrir hluti sem hann sagði á móðurmáli sínu.

,,Fáðu enska sambandið til að þýða þetta fyrir,“ sagði Portúgalinn og grenjaði úr hlátri.

Sjáðu þessi ummæli Mourinho hér að neðan.

Meira:
Sjáðu hvað Mourinho gerði eftir leik: Allt varð vitlaust

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher telur að þessi taki við Liverpool eftir fréttir gærdagsins

Carragher telur að þessi taki við Liverpool eftir fréttir gærdagsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur