fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433

Sjáðu hjartnæma stund á King Power vellinum í dag – Leikmenn föðmuðu aðstandendur

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. október 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester staðfesti í gærkvöldi að eigandi félagsins, Taílendingurinn Vichai Srivaddhanaprabha, hefði látist í þyrluslysinu fyrir utan leikvang félagsins síðdegis á laugardag. Alls létust fimm í slysinu og hafa breskir fjölmiðlar nú birt nöfn þeirra.

Slysið varð skömmu eftir að leik Leicester og West Ham lauk á laugardag.

Auk Vichai létust í slysinu flugmenn vélarinnar, Eric Swaffer og kærasta hans, Izabela Roza Lechowicz. Eric þessi var reynslumikill þyrluflugmaður og hafði meðal annars starfað fyrir bresku konungsfjölskylduna, að því er Mail Online segir frá. Hann hafði um tuttugu ára reynslu. Eric hefur verið hampað sem hetju eftir slysið. Hann virðist hafa náð að beina þyrlunni frá mannfjölda sem var á jörðu niðri þegar hún skall niður. Er ljóst að mun verr hefði getað farið.

Izabela fæddist í Póllandi en flutti til Bretlands árið 1997 til að leggja stund á enskunám. Þar kynntist hún Eric og lærði síðar flug.

Þá létust í slysinu Nursara Suknamai, fegurðardrottning frá Taílandi sem starfaði sem aðstoðarkona Vichai. Annar úr teymi eigandans, Kaveporn Punpare, lést einnig í slysinu en hann var einn af aðstoðarmönnum hans.

Aðstandendur Srivaddhanaprabha komu á King Power heimavöll félagsins í dag og hittu þar leikmenn félagsins.

Þar féllust allir í faðma en Srivaddhanaprabha hafði haft gríðarleg áhrif á allt samfélagið í Leicester.

Þetta má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur