fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
433

Hakkar Pogba í sig enn á ný – ,,Ég held að United sé að missa þolinmæðina á honum“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. október 2018 09:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graeme Souness sérfræðingur Sky Sports er duglegur að taka Paul Pogba miðjumann Manchester United fyrir.

Souness gerði það á Sky í gær en Pogba gerði sig sekan um slæm mistök í fyrra marki Chelsea í 2-2 jafntefli um helgina.

Þar nennti Pogba ekki að elta Antonio Rudiger sem fékk frían skalla að marki og skoraði.

,,Ég held að United sé að missa þolinmæðina á honum, þú getur ekki sem þjálfari endalaust verið að segja leikmanni hvað hann á að gera,“ sagði Souness.

,,Hann er með ótrúlegan líkama í íþróttir, hann er stór, hann er sterkur og getur hlaupið hratt. Maður myndi halda að þetta ætti að vera í lagi hjá honum.“

,,Þú þarft ekki að vera stór og sterkur til að koma í veg fyrir að einhver fái frían skalla að marki, ég gæti stoppað Rudiger þarna, ef þú hefur áhuga á.“

,,Hann er með frábæra tækni, frábæran líkama, hann gerir einföldu hlutina ekki rétt. Það er leikmaður þarna sem getur allt.“

,,Ég er sagður vera sá maður sem gagnrýni hann mest en stjóri hans er heldur ekki sáttur, ég var stjóri eins og Jose og maður hugsar bara hversu magnaður Pogba gæti orðið ef hann bara myndi hlusta.“

,,Þú hættir ekkert að læra 25 ára, ef hann telur sig vera hinn fullkomna leikmann í dag þá verður hann ekkert betri.“

,,Hann ætti að mæta á hverjum degi, hlusta á þjálfarana, eldri leikmenn og hafa áhuga á að bæta sig. Ég er ekki viss um að það sé málið, hann gæti orðið magnaður leikmaður.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“
433
Fyrir 9 klukkutímum

Ari Freyr þekkir ekki vel til Andorra: ,,Maður veit aldrei hvað gerist“

Ari Freyr þekkir ekki vel til Andorra: ,,Maður veit aldrei hvað gerist“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta eru 50 bestu þjálfarar sögunnar: Hvernig er Ferguson ekki á toppnum?

Þetta eru 50 bestu þjálfarar sögunnar: Hvernig er Ferguson ekki á toppnum?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Búið að breyta höfuðstöðvum KSÍ í grunnskóla: 200 börn verða þar vegna myglu í Fossvogsskóla

Búið að breyta höfuðstöðvum KSÍ í grunnskóla: 200 börn verða þar vegna myglu í Fossvogsskóla
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Viðar Örn var hættur með landsliðinu: Nú er búið að kalla hann inn í hópinn

Viðar Örn var hættur með landsliðinu: Nú er búið að kalla hann inn í hópinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta gerðist síðast þegar Ísland heimsótti Andorra: Markaskorararnir báðir með á föstudag

Þetta gerðist síðast þegar Ísland heimsótti Andorra: Markaskorararnir báðir með á föstudag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allir leikmenn landsliðsins með á æfingu í dag – Jóhann Berg æfði með hlífar á kálfunum

Allir leikmenn landsliðsins með á æfingu í dag – Jóhann Berg æfði með hlífar á kálfunum
433
Fyrir 16 klukkutímum

Ef Zlatan réði hjá United þá væri ekki talað um Ferguson

Ef Zlatan réði hjá United þá væri ekki talað um Ferguson