fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
433

Hamren þolir ekki að tapa fótboltaleikjum

Victor Pálsson
Mánudaginn 15. október 2018 22:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, þolir ekki að tapa en hann sá sína menn tapa 2-1 fyrir Sviss í kvöld.

Hamren hefur farið erfiðlega af stað með landsliðið en hann tók við af Heimi Hallgrímssyni í sumar.

Ísland náði þó í frábær úrslit í vináttuleik gegn Frökkum í síðustu viku en keppnisleikir hafa verið vandamál.

Hamren ræddi við Vísi.is eftir leik kvöldsins og viðurkennir það að hann sé alls ekki aðdáandi þess að tapa fótboltaleikjum.

„Ég er svekktur og einnig fyrir hönd leikmannanna sem lögðu svona mikið á sig. Við sköpuðum mörg færi en þetta gekk ekki,“ sagði Hamren við Vísi.

„Við byrjuðum leikinn ekki vel fyrstu tíu mínúturnar en eftir það spiluðum við vel í fyrri hálfleik. Fyrsta markið skiptir miklu máli og það sáum við einnig í Frakklandi.“

„Til að mynda ef Gylfi hefði skorað í fyrri hálfleik þá hefðum við fengið meiri kraft en þess í stað þá skora þeir í síðari hálfleiknum.“

„Já, en ég þoli ekki að tapa og ekki leikmennirnir heldur. Við töpuðum en við notum þetta í undirbúning fyrir undankeppni EM sem hefst í mars. Við tökum það góða því við verðum að muna að við vorum að spila gegn mjög sterkum liðum,“ bætti Hamren við er hann var spurður út í batnandi frammistöðu í síðustu leikjum.

Viðtalið má lesa í heild sinni á vef Vísis með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 19 klukkutímum

Gamli skólinn er að kveðja: Walters er hættur

Gamli skólinn er að kveðja: Walters er hættur
433
Fyrir 20 klukkutímum

Gerir það sem Klopp biður um: ,,Verð að vera jákvæður“

Gerir það sem Klopp biður um: ,,Verð að vera jákvæður“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Albert sagði syninum ítrekað að koma inn í stofu: ,,Ég þekki þig ekki lengur!“

Albert sagði syninum ítrekað að koma inn í stofu: ,,Ég þekki þig ekki lengur!“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þessir taka flesta spretti á Englandi: Bakvörður í efsta sætinu

Þessir taka flesta spretti á Englandi: Bakvörður í efsta sætinu
433Sport
Í gær

Jói Berg var við það að snappa: ,,Það mátti varla snerta þá“

Jói Berg var við það að snappa: ,,Það mátti varla snerta þá“
433Sport
Í gær

Raggi Sig sem var besti maður Íslands: ,,Þeir voru gjörsamlega óþolandi“

Raggi Sig sem var besti maður Íslands: ,,Þeir voru gjörsamlega óþolandi“
433Sport
Í gær

Hamren um fagnið hans Viðars: Get ekki tjáð mig um það

Hamren um fagnið hans Viðars: Get ekki tjáð mig um það
433Sport
Í gær

Það sem þjóðin hafði að segja eftir leik: Skoraði Ögmundur? – ,,Steinþegiði!“

Það sem þjóðin hafði að segja eftir leik: Skoraði Ögmundur? – ,,Steinþegiði!“