fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Erlendir fjölmiðlar fjalla um brjálaðan Pogba sem ætlaði að taka í íslenska leikmenn

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. október 2018 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland kastaði frá sér nánast unnum leik gegn heimsmeisturum Frakka í æfingaleik ytra í gær. Íslenska liðið var miklu sterkari aðili stærstan hluta leiksins en fékk á sig klaufaleg mörk undir lokin.

Birkir Bjarnason kom íslenska liðinu yfir eftir hálftíma leik með frábæru marki. Alfreð Finnbogason vann boltann af harðfylgni og kom honum á Birki sem afgreiddi færið vel. Íslenska liðið var loksins líkt því eins og við þekkjum það, það var svo eftir klukkutíma leik sem Kári Árnason kom Ísland í 0-2. Gylfi Þór Sigurðsson tók hornspynu sem Kár skallaði í slá og inn.

Frakkar löguðu stöðuna seint í leiknum þegar Hannes Þór varði skot Kylian Mbappe í Hólmar Örn og í netið. Frakkar jöfnuðu svo leikinn úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks, Kolbeinn Sigþórsson handlék knöttinn og Kylian Mbappe skoraði af öryggi.

Í uppbótartíma brutust svo út létt létt slagsmál þegar Rúnar Már Sigurjónsson bombaði niður Kylian Mbappe.

Paul Pogba varð reiður og Jóhann Berg Guðmundsson mætti að svara fyrir liðsfélaga sína, Víðir Reynisson, öryggistjóri KSÍ þurfti að draga hann af vettvangi.

,,Brjálaður Pogba ruddist inn á völlinn af bekknum til að taka í íslenska leikmenn eftir grófa tæklingu á Mbappe“ segir efsta frétt hjá Daily Mail í dag.

Meira:
Sjáðu myndirnar: Slagsmál brutust út í leik Íslands og Frakklands – Jóhann Berg dreginn í burtu
Jóhann Berg og öryggisstjórinn gera grín að „slagsmálunum“ í gær – ,,Þetta hefði endað illa fyrir Frakkana, hefðir þú hleypt mèr í þá“

Atvikið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United vill selja en hingað til hefur ekkert félag sýnt áhuga

United vill selja en hingað til hefur ekkert félag sýnt áhuga
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Er efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið

Er efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný