fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
433

Steinþór framlengir við KA

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 11:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild KA og Steinþór Freyr Þorsteinsson hafa gert eins árs framlengingu á samning sínum og því ljóst að Steinþór leikur með KA á næstu leiktíð. Þetta eru miklar gleðifregnir enda er Steinþór öflugur leikmaður og flottur karakter sem hefur komið sterkur inn í félagið.

Steinþór lauk nýverið sínu öðru tímabili með KA eftir að hafa komið frá Sandnes Ulf í Noregi. Steinþór sem er 33 ára hefur á sínum tíma með KA leikið 32 leiki í deild og bikar og skoraði nýverið sitt fyrsta mark fyrir félagið.

„Það er alltaf góð tilfinning að vera búinn að klára samningsmál og mér hefur liðið mjög vel á Akureyri. Tíminn hjá KA hefur verið smá erfiður vegna þó nokkurra meiðsla en vonandi er sá tími búinn og ég get byrjað að einbeita mér að spila fótbolta.

Mér líst mjög vel á Óla Stefán sem nýjan þjálfara og verður gaman að sjá hvaða áherslur hann mun koma með inn í klúbbinn. Standið á mér sjálfum er mjög gott og í raun frekar pirrandi að það komi svona í lok móts en ég ætla að byggja ofan á þetta og ná því inn í næsta tímabil. Ég er allavega byrjaður í TFW upp í KA til þess að viðhalda formi, styrk og annað!“ sagði Steinþór í spjalli við heimasíðuna.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vann magnaðan sigur á Real en rekinn klukkutíma seinna – Stuðningsmenn brjálaðir

Vann magnaðan sigur á Real en rekinn klukkutíma seinna – Stuðningsmenn brjálaðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hélt magnaða ræðu fyrir tapliðið – Fór beint inn í klefann

Hélt magnaða ræðu fyrir tapliðið – Fór beint inn í klefann
433
Fyrir 15 klukkutímum

Ótrúlegur árangur þrátt fyrir að vera alltaf meiddur

Ótrúlegur árangur þrátt fyrir að vera alltaf meiddur