fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
433

Svarar forsetanum fullum hálsi – ,,Skrifaðu bréf til FIFA og leyfðu honum að spila fyrir annað lið“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 10. október 2018 17:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti franska knattspyrnusambandsins, Noel De Graet telur að Karim Benzema muni aldrei leika aftur fyrir franska landsliðið.

Benzema hefur ekkert spilað fyrir þjóð sína undanfarin þrjú ár eftir atvik sem kom upp árið 2015 sem tengist þáverandi liðsfélaga hans, Mathias Valbuena.

Benzema var þá ásakaður um að hafa kúgað fé út úr liðsfélaga sínum, Valbuena og er það mál enn í vinnslu samkvæmt De Graet.

,,Valbuena-Benzema málið tók sig upp á ný í síðustu viku og þetta er ekki búið,“ sagði Le Graet.

,,Það eru liðin þrjú eða fjögur ár. Þetta hefði átt að vera búið fyrir löngu.“

,,Ég hef ekkert á móti Karim, hann hefur alltaf hagað sér vel í landsliðinu en ég held að ferill hans þar sé búinn sérstaklega því hann hefur ekki verið að spila vel í dágóðan tíma.“

Karim Djaziri, fyrrum umboðsmaður Benzema, er kominn með nóg af því hvernig sambandið kemur fram við leikmanninn.

Djaziri svaraði De Graet fullum hálsi í kjölfarið og segir honum að leyfa Benzema að spila fyrir annað landslið.

,,Noel, þú varst búinn að enda feril Karim í júní árið 2018 og nú ertu að gera það aftur og móðgar hann á sama tíma,“ sagði Djaziri.

,,Hvað er planið? Ertu með samviskubit yfir einhverju? Skrifaðu bréf til FIFA og leyfðu honum að spila fyrir annað landslið og sjáum hvort hann sé ‘búinn’.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 14 klukkutímum

Túfa ætlar að kaupa: Við þurfum á hjálp að halda

Túfa ætlar að kaupa: Við þurfum á hjálp að halda
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Haukur Páll segir tapið hafa verið þungt: Það tók smá á daginn eftir

Haukur Páll segir tapið hafa verið þungt: Það tók smá á daginn eftir
433
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Stjörnunnar og Fylkis: Danni Lax byrjar

Byrjunarlið Stjörnunnar og Fylkis: Danni Lax byrjar
433
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og Stjörnunnar – Emil Lyng kominn á bekkinn

Byrjunarlið Vals og Stjörnunnar – Emil Lyng kominn á bekkinn
433
Fyrir 21 klukkutímum

Einn sá hataðasti sagður vera að snúa aftur til Englands

Einn sá hataðasti sagður vera að snúa aftur til Englands
433
Fyrir 21 klukkutímum

Ástæða þess að Real fékk aldrei Messi

Ástæða þess að Real fékk aldrei Messi