fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Ólafur framlengir við Blika

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. október 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markmannsþjálfarinn Ólafur Pétursson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til tveggja ára. Hann mun því vera markmannsþjálfari meistaraflokks karla og kvenna áfram ásamt því að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna. Einnig mun hann þjálfa markmenn í 2. og 3.flokki karla og kvenna.

Ólafur hefur verið markmannsþjálfari hjá Blikum frá árinu 2005. Á þessum 13 árum hefur Ólafur þjálfað markmenn yngri flokka félagsins ásamt því að vera markmannsþjálfari meistaraflokks karla frá árinu 2008 og kvenna frá árinu 2012.

Frá haustinu 2014 hefur Ólafur einnig verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna. Á þessum árum hafa Blikar átt markmenn í A-landsliðum karla og kvenna og orðið Íslands- og bikarmeistarar.

Auk þess að þjálfa hjá Blikum hefur Ólafur verið markmannsþjálfari A-landsliðs kvenna á undanförnum árum. Þess má geta að Ólafur lauk nýverið UEFA A markmannsþjálfara gráðu og var hópi fyrstu átta Íslendinga sem lauk því prófi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Í gær

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Í gær

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“