fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
433

Elfar Freyr skrifar undir þriggja ára samning

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 3. október 2018 17:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðvörðurinn sterki Elfar Freyr Helgason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Elfar Freyr sem er 29 ára gamall hefur spilað 232 mótsleiki með meistaraflokki Breiðabliks og skorað í þeim 10 mörk. Hann lék um tíma erlendis með AEK í Grikklandi og Stabæk í Noregi. Elfar Freyr á þar að auki að baki 6 leiki með U-21 árs liði Ísland og einn A-landsleik.

Það þarf vart að taka fram hve þessi áfangi er mikilvægur fyrir Blikaliðið. Elfar Freyr er geysilega vinnusamur og sterkur miðvörður sem gefur alltaf 110% í alla leiki.

Elfar missti af nokkrum leikjum í sumar vegna axlarmeiðsla sem hann hlaut í Grindavík í byrjun júní en hann var fljótur að ná sér og spilaði lokaleiki mótsins.

Blikar fagna þessum tíðindum og vona að þetta verði upphafið að nýjum bikarkafla í sögu Blikaliðsins enda var Elfar Freyr lykilmaður í Bikarmeistaraliði Blika árið 2009 og Íslandsmeistaraliðinu 2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hamren hrósar Birki Bjarnasyni sem elskar að spila gegn Frakklandi: Þetta er það sem Hamren elskar

Hamren hrósar Birki Bjarnasyni sem elskar að spila gegn Frakklandi: Þetta er það sem Hamren elskar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Jóhann Berg ekki með á morgun: Sendur heim til Burnley

Jóhann Berg ekki með á morgun: Sendur heim til Burnley
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Jóhann Berg: Höfum sýnt að við getum náð í punkta gegn erfiðum liðum á útivelli

Jóhann Berg: Höfum sýnt að við getum náð í punkta gegn erfiðum liðum á útivelli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands í París: Fer Hamren í fimm manna vörn?

Líklegt byrjunarlið Íslands í París: Fer Hamren í fimm manna vörn?
433
Fyrir 14 klukkutímum

Elskar að finna fyrir hatri frá öðrum stuðningsmönnum

Elskar að finna fyrir hatri frá öðrum stuðningsmönnum
433
Fyrir 14 klukkutímum

Telur að hann geti spilað fyrir betra lið en Arsenal

Telur að hann geti spilað fyrir betra lið en Arsenal
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað Salah skrifaði í sandinn – Það sem allir stuðningsmenn Liverpool elska

Sjáðu hvað Salah skrifaði í sandinn – Það sem allir stuðningsmenn Liverpool elska
433
Í gær

Giggs hataði þessa fjóra leikmenn Arsenal: ,,Óheiðarlegur og komst upp með morð“

Giggs hataði þessa fjóra leikmenn Arsenal: ,,Óheiðarlegur og komst upp með morð“