fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
433

Óli Jó um titilbaráttu sumarsins: Ég var alltaf hræddari við Breiðablik en Stjörnuna

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. október 2018 19:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals segir það auðveldara að vinna Pepsi deildina í þriðja skiptið í röð frekar en tvisvar í röð. Þetta kom fram í viðtali við RÚV.

Ólafur stýrði Vals til sigur í deildinni annað árið í röð um helgina og hann telur að það verði auðveldara að klára hann í þriðja skiptið.

Ólafur er afar sigursæll þjálfari en hann þann stóra í nokkur skipti með FH.

„Það er erfitt að verja titil. Það er margt sem spilar inn í það, oft eru menn saddir, svo nálgast nú mótherjarnir meistara oft öðruvísi – leggja sig meira fram og vilja sýna þeim að þeir séu líka góðir. En það er auðveldara að verja hann í þriðja sinn, heldur en að vinna hann í annað sinn. Mundu það!“ sagði Ólafur við RÚV.

Ólafur segist hafa óttast Breiðablik miklu meira en Stjörnuna í baráttunni um þann stóra en Blikar enduðu að lokum í öðru sæti. Aðeins tveimur stigum á eftir Val en Stjarnan var sex stigum á eftir.

„Núna í sumar var meiri spenna [en í fyrra]. Ég meina Breiðablik, Stjarnan, FH, KR, öll þessi lið voru frábærlega vel mönnuð. Þannig að það kom mér svo sem ekkert á óvart að það yrði keppni um það. Ég var alltaf hræddari við Breiðablik en Stjörnuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hamren hrósar Birki Bjarnasyni sem elskar að spila gegn Frakklandi: Þetta er það sem Hamren elskar

Hamren hrósar Birki Bjarnasyni sem elskar að spila gegn Frakklandi: Þetta er það sem Hamren elskar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Jóhann Berg ekki með á morgun: Sendur heim til Burnley

Jóhann Berg ekki með á morgun: Sendur heim til Burnley
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jóhann Berg: Höfum sýnt að við getum náð í punkta gegn erfiðum liðum á útivelli

Jóhann Berg: Höfum sýnt að við getum náð í punkta gegn erfiðum liðum á útivelli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands í París: Fer Hamren í fimm manna vörn?

Líklegt byrjunarlið Íslands í París: Fer Hamren í fimm manna vörn?
433
Fyrir 13 klukkutímum

Elskar að finna fyrir hatri frá öðrum stuðningsmönnum

Elskar að finna fyrir hatri frá öðrum stuðningsmönnum
433
Fyrir 14 klukkutímum

Telur að hann geti spilað fyrir betra lið en Arsenal

Telur að hann geti spilað fyrir betra lið en Arsenal
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað Salah skrifaði í sandinn – Það sem allir stuðningsmenn Liverpool elska

Sjáðu hvað Salah skrifaði í sandinn – Það sem allir stuðningsmenn Liverpool elska
433
Í gær

Giggs hataði þessa fjóra leikmenn Arsenal: ,,Óheiðarlegur og komst upp með morð“

Giggs hataði þessa fjóra leikmenn Arsenal: ,,Óheiðarlegur og komst upp með morð“