fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433

Var í landsliðinu með Aubameyang – Var að semja við Aftureldingu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. janúar 2018 15:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afturelding hefur fengið varnarmanninn Loïc M’Bang Ondo til liðs við sig fyrir átökin í 2. deildinni í sumar.

Hinn 27 ára gamli Ondo kom fyrst til Íslands árið 2010 þegar hann spilaði með Grindavík í Pepsi-deildinni. Hann hefur síðan þá spilað samfleytt á Íslandi.

Ondo lék einnig með Grindavík í Pepsi-deildinni 2012 en annars hefur hann mest leikið í næstefstu deild með BÍ/Bolungarvík og Fjarðabyggð. Síðastliðið sumar spilaði Ondo fyrri hluta tímabils með Fjarðabyggð í 2. deildinni en síðari hlutann með Gróttu í Inkasso-deildinni.

Í fyrra var Ondo valinn í landslið Gabon en þar var hann meðal annars í hóp með framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang sem er á leið til Arsenal.

,,Afturelding fagnar því að fá þennan öfluga varnarmann til liðs við sig. Ondo hefur æft með Aftureldingu undafarnar vikur og staðið sig mjög vel. Reynsla hans á eftir að hjálpa liðinu í baráttunni sem er framundan í sumar,“ segir í fréttatilkynningu frá Aftureldingu.

Þá hefur markvörðurinn Eiður Ívarsson framlengt samning sinn við Aftureldingu um tvö ár. Eiður er uppalinn hjá Aftureldingu en hann varði mark liðsins í 2. deildinni í fyrra.

,,Það er gleðiefni að Eiður ætli að taka slaginn áfram með Aftureldingu. Hann er ungur markvörður sem á framtíðina fyrir sér,“ segir í fréttatilkynningu frá Aftureldingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433
Fyrir 14 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum
433
Fyrir 15 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins