fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433

Að ferli loknum – Hvað eru fyrrverandi atvinnumenn að gera í dag?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. janúar 2018 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferill atvinnumanns í knattspyrnu getur verið stuttur og þegar að honum lýkur er lífið oft rétt að byrja. Ísland hefur átt marga atvinnumenn í fótbolta sem náð hafa frábærum árangri, þeir koma síðan flestir heim.

Margir fara í fjárfestingar og slíkt enda koma margir heim sterkefnaðir, aðrir fara í önnur störf enda ekki fyrir alla að sitja og slaka á heilu og hálfu dagana.

Þeir sem koma fram í þessari samantekt starfa meðal annars sem iðnaðarmenn, lögmenn og framkvæmdastjórar svo dæmi séu tekinn. Haft var að leiðarljósi að menn væru ekki með hluti tengda knattspyrnu sem aðalstarf.

Hermann Hreiðarsson – Hóteleigandi
Ár í atvinnumennsku – 15
Landsleikir – 89

Harðhausinn frá Eyjum er að taka að sér þjálfarastarf í Indlandi en hann á og rekur Stracta Hótel sem staðsett er á Hellu. Hermann átti frábæran feril í ensku úrvalsdeildinni og varð meðal annars bikarmeistari með Portsmouth. Þá var Hermann fyrirliði og lykilmaður í íslenska landsliðinu í fjölda ára. Eyjapeyinn hefur þjálfað hér heima en kom hótelinu af stað sem hefur verið afar vinsælt á meðal ferðamanna sem eru á ferð um landið.

Ívar Ingimarsson – Ferðamannageirinn
Ár í atvinnumennsku – 13
Landsleikir – 30

Varnarmaðurinn af Austurlandi átti góðan feril í atvinnumennsku og hans bestu ár voru með Reading frá 2003 til 2011 en þar var hann stærstan hluta ferilsins. Ívar sneri heim á æskuslóðirnar eftir að ferlinum lauk og byggði upp ferðaþjónustu á Austfjörðum. Ívar byggði upp gistihús í botni Stöðvarfjarðar og þá fór hann í skógrækt og setti niður milljón plöntur á jörð sinni sem vaxa og dafna.

Ríkharður Daðason – Fjárfestir
Ár í atvinnumennsku – 6
Landsleikir – 44

Ríkharður Daðason er líklega frægastur fyrir mark sitt gegn Frakklandi á Laugardalsvelli. Heimsmeistarar Frakklands komu í heimsókn og Ríkharður skallaði knöttinn af mikilli snilld yfir Fabian Barthez. Eftir að Ríkharður lauk ferli sínum í knattspyrnu sneri hann sér að viðskiptum og starfaði lengi vel í banka. Hann hefur síðan getið sér gott orð sem fjárfestir.

Lárus Orri Sigurðsson – Forstöðumaður Þelamarkar
Ár í atvinnumennsku – 10
Landsleikir – 42

Harðjaxlinn frá Akureyri átti flottan feril á Englandi. Hann var öflugur varnarmaður en hann lék með Stoke og West Brom. Hann kom síðan heim og lauk ferlinum með Þór á Akureyri og ÍA. Skömmu eftir að Lárus kom heim gerðist hann forstöðumaður Þelamarkar sem er rétt fyrir utan Akureyri þar sem hann sér um rekstur á sundlaug og öllu því sem er í gangi á svæðinu. Auk þess er Lárus Orri þjálfari Þórs en hann stýrir liðinu í annað sinn.

Heiðar Helguson – Málari
Ár í atvinnumennsku – 15
Landsleikir – 55

Eftir magnaðan feril í atvinnumennsku flutti Heiðar heim til Íslands. Þessi fyrrverandi sóknarmaður er ekki týpan sem getur lengi setið kyrr. Skömmu eftir að Heiðar lauk farsælum ferli keypti hann sér bát og kvóta, hann var trillu­karl og gerði bát sinn út frá Hafnarfirði. Hann seldi síðan bátinn og starfar í dag sem málari. Heiðar var harður í horn að taka sem leikmaður og kallar ekki allt ömmu sína, sama hvort það varði boltann eða pensilinn.

Þórður Guðjónsson – Framkvæmdastjóri
Ár í atvinnumennsku – 13
Landsleikir – 58

Þórður var leikinn kantmaður sem átti meðal annars farsælan feril í Þýskalandi, Spáni og á Englandi. Kantmaðurinn kom heim og lauk ferli sínum með uppeldisfélagi sínu, ÍA, árið 2008. Hann hefur síðan þá starfað mikið í kringum félagið, bæði í þjálfun og síðan í stjórnunarstörfum. Þórður var seint á síðasta ári ráðinn framkvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs Skelj­ungs. Áður var hann for­stöðumaður viðskipt­a­stýr­ing­ar og sölu hjá fyr­ir­tækjaþjón­ustu Sím­ans frá ár­inu 2014.

Auðunn Helgason – Lögmaður
Ár í atvinnumennsku – 7
Landsleikir – 35

Auðunn á og rekur sína eigin lögmannsstofu. Lögmannsstofa Auðuns Helgasonar tók til starfa 1. september 2015 á Höfn í Hornafirði. Auðunn lauk meistaraprófi í lögfræði og fullnaðarprófi í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík í júní 2013 og fékk réttindi til að vera héraðsdómslögmaður í október 2014. Auðunn hefur sérhæft sig á sviði stjórnsýsluréttar, skaðabótaréttar, vátryggingaréttar, félagaréttar og samninga- og kröfuréttar.

Pétur Hafliði Marteinsson – Athafnamaður og ráðgjafi
Ár í atvinnumennsku – 10
Landsleikir – 36

Eftir feril sinn í knattspyrnu hefur Pétur verið virkur í viðskiptalífinu á Íslandi. Pétur er einn af eigendum og stofnendum Kex hostel sem hefur fest sig rækilega í sessi. Þá er hann einn af eigendum Kaffihúss Vesturbæjar sem hefur vakið mikla lukku í Reykjavík. Þá er Pétur eigandi Borgarbrags sem vinnur í því að bæta borgarumhverfi með ráðgjafar- og verkefnastjórnun. Borgarbragur hefur unnið mikið fyrir KSÍ sem vinnur í því að gera nýjan Laugardalsvöll.

Gylfi Einarsson – Framkvæmdastjóri
Ár í atvinnumennsku – 10
Landsleikir – 24

Hvar man ekki eftir markinu sem Gylfi skoraði gegn Ítalíu árið 2004 þegar áhorfendamet var sett á Laugardalsvelli? Gylfi skoraði í 2-0 sigri á stórveldinu en 20.200 áhorfendur voru á vellinum. Gylfi átti frábæran feril úti og lék meðal annars með Leeds á Englandi en stuðningsmenn félagsins elska Gylfa enn í dag. Hann starfaði áður hjá Cintamani en er nú eigandi í fyrirtæki sem starfar í Tax Free-bransanum og er þar framkvæmdastjóri. Fyrirtækið stofnaði Gylfi á síðasta ári.

Marel Baldvinsson – Fjárfestir
Ár í atvinnumennsku – 7
Landsleikir – 17

Framherjinn stóri og stæðilegi átti nokkur góð ár í atvinnumennsku en hann lauk ferli sínum sem leikmaður árið 2010 með Val. Síðan þá hefur Marel getið sér gott orð í fjárfestingum með hlutabréf og fleira því tengdu. Hann bjó í Danmörku og Portúgal í nokkur ár en er nú kominn heim og býr á Álftanesi. Hann tók einmitt við sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Álftanesi í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
433Sport
Í gær

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Í gær

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu
433Sport
Í gær
Hartman í Val