fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
433

Var starfið hjá Fjölni of stórt fyrir Ólaf Pál? – ,,Ekki nóg að vera Jói á baunagrasinu og halda sér í Pepsi deildinni“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. september 2018 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölnir féll úr Pepsi deildinni í gær eftir tap gegn Breiðabliki en liðið hefur verið í efstu deild síðustu ár.

Fjölnir er stórt félag en það er mikið högg fyrir félagið að fara niður í næst efstu deild.

Rætt var um málið í Dr. Football, hlaðvarpsþætti sem Hjörvar Hafliðason stýrir í dag.

,,Það eru margar ástæður fyrir því að þeir eru fallnir, hrun Fjölnis byrjaði ekki í dag eða í gær. Þeir hafa farið niður á við síðustu tvö tímabil, fyrir tveimur árum var Fjölnir með 37 stig, skoraði 43 mörk og fékk á sig 25. Í fyrra 32 skoruð, 40 á sig og 25 stig. Í ár 22 mörk skoruð, 37 sá sig og 19 stig. Þetta kemur mönnum ekki þannig á óvart,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur þáttarins.

Kristján telur að liðið sé ekki nógu gott og bendir á nokkra punkta.

,,Liðið er ekki nógu gott, þeir fengu drengi til baka úr FH sem áttu að styrkja FH í fyrra. Bergsveinn Ólafsson og Guðmundur Karl komu til baka. Guðmundur er ágætis leikmaður og allt það en Bergsveinn átti að vera hjartað í þessari vörn. Við sjáum það bara að það er ekki nóg að vera Jói á baunagrasinu og halda sér í Pepsi deildinni, þú verður að borða kjöt og geta eitthvað. Hann hefur verið á bekknum síðustu tvo leiki, samt er vörnin slök. Það segir mér að Ólafur Páll er ekki sáttur með hann.“

Mikael Nikulásson tók í sama streng og gaf Ólafi Páli Snorrasyni, þjálfara liðsins falleinkunn fyrir leikinn í gær.

,,Það eru góðir leikmenn í Fjölni, Almarr, Birnir Snær og Ægir verða pottþétt í efstu deild á næsta ári. Liðið er ekki nógu gott, það er ekkert sem kemur á óvart að þeir fari niður. Birnir og Þórir Guðjónsson, tveir hættulegustu sóknarmenn liðsins eru bekkjaðir í gær. Koma inn í hálfleik, þegar drullan er kominn upp á bak. Ólafur Páll hafði ekki meiri trú á leikmönnum en það. Þú byrjar með þitt besta lið, þetta var eins og æfingaleikur í febrúar. Algjör falleinkunn hjá Ólafi í gær.“

,,Ólafur Páll heldur örugglega áfram, þeir eru með næst lélegasta liðið. Hann á bara að halda áfram, hann átti kannski ekki að fá þetta tækifæri í efstu deild. Aldrei þjálfað áður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 20 klukkutímum

Gamli skólinn er að kveðja: Walters er hættur

Gamli skólinn er að kveðja: Walters er hættur
433
Fyrir 20 klukkutímum

Gerir það sem Klopp biður um: ,,Verð að vera jákvæður“

Gerir það sem Klopp biður um: ,,Verð að vera jákvæður“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Albert sagði syninum ítrekað að koma inn í stofu: ,,Ég þekki þig ekki lengur!“

Albert sagði syninum ítrekað að koma inn í stofu: ,,Ég þekki þig ekki lengur!“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þessir taka flesta spretti á Englandi: Bakvörður í efsta sætinu

Þessir taka flesta spretti á Englandi: Bakvörður í efsta sætinu
433Sport
Í gær

Jói Berg var við það að snappa: ,,Það mátti varla snerta þá“

Jói Berg var við það að snappa: ,,Það mátti varla snerta þá“
433Sport
Í gær

Raggi Sig sem var besti maður Íslands: ,,Þeir voru gjörsamlega óþolandi“

Raggi Sig sem var besti maður Íslands: ,,Þeir voru gjörsamlega óþolandi“
433Sport
Í gær

Hamren um fagnið hans Viðars: Get ekki tjáð mig um það

Hamren um fagnið hans Viðars: Get ekki tjáð mig um það
433Sport
Í gær

Það sem þjóðin hafði að segja eftir leik: Skoraði Ögmundur? – ,,Steinþegiði!“

Það sem þjóðin hafði að segja eftir leik: Skoraði Ögmundur? – ,,Steinþegiði!“