fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
433

Plús og mínus – Sendu markmanninn fram og það skilaði sér

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. september 2018 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH vann Íslandsmeistara Vals í Pepsi-deild karla í dag en liðin áttust við á Kaplakrikavelli í næst síðustu umferð sumarsins.

Valur hefði getað tryggt sér titilinn með sigri en það voru heimamenn sem höfðu betur. Eddi Gomes sá um að tryggja FH 2-1 sigur með marki í uppbótartíma.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Hvernig FH tryggði sér sigurinn var magnað, jafntefli hefðu verið ágætis úrslit en þeir skutluðu Gunnari Nielsen fram í síðustu sókn. Eddie Gomes skoraði svo sigurmarkið. Magnaður sigur

Patrick Pedersen sást ekkert mikið í leiknum en hann kláraði færið sem skipti máli. Svona gera alvöru framherjar. Besti leikmaður deildarinnar í sumar.

Guðmundur Kristjánsson átti enn á ný góðan leik í liði FH, verið jafn besti maður liðsins í sumar. Sama hvort það sé í hjarta varnarinnar eins og í dag eða á miðjunni.

FH á enn möguleika á Evrópusæti en þurfa að treysta á að KR tapi stigum gegn Víkingi í síðustu umferð og þeir verða að vinna Stjörnuna.

Ólafur Kristjánsson setti FH í 3-4-3 kerfið í dag og það virkaði vel. Liðið var mjög öflugt varnarlega.

Mínus:

Eddie Gomes skoraði vissulega sigurmarkið en einbeiting hans varnarlega er oft ábótavant.

Dion Acoff átti algjöran hauskúpuleik fyrir Val, komst reglulega í góð tækifæri til að búa til hluti og skora. Hljóp frekar út af vellinum.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals hefði mátt gera skiptingar á liði sínu fyrr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 20 klukkutímum

Gamli skólinn er að kveðja: Walters er hættur

Gamli skólinn er að kveðja: Walters er hættur
433
Fyrir 21 klukkutímum

Gerir það sem Klopp biður um: ,,Verð að vera jákvæður“

Gerir það sem Klopp biður um: ,,Verð að vera jákvæður“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Albert sagði syninum ítrekað að koma inn í stofu: ,,Ég þekki þig ekki lengur!“

Albert sagði syninum ítrekað að koma inn í stofu: ,,Ég þekki þig ekki lengur!“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þessir taka flesta spretti á Englandi: Bakvörður í efsta sætinu

Þessir taka flesta spretti á Englandi: Bakvörður í efsta sætinu
433Sport
Í gær

Jói Berg var við það að snappa: ,,Það mátti varla snerta þá“

Jói Berg var við það að snappa: ,,Það mátti varla snerta þá“
433Sport
Í gær

Raggi Sig sem var besti maður Íslands: ,,Þeir voru gjörsamlega óþolandi“

Raggi Sig sem var besti maður Íslands: ,,Þeir voru gjörsamlega óþolandi“
433Sport
Í gær

Hamren um fagnið hans Viðars: Get ekki tjáð mig um það

Hamren um fagnið hans Viðars: Get ekki tjáð mig um það
433Sport
Í gær

Það sem þjóðin hafði að segja eftir leik: Skoraði Ögmundur? – ,,Steinþegiði!“

Það sem þjóðin hafði að segja eftir leik: Skoraði Ögmundur? – ,,Steinþegiði!“