fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433

Arsenal lagði Gylfa og félaga á Emirates

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. september 2018 16:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal 2-0 Everton
1-0 Alexandre Lacazette(56′)
2-0 Pierre-Emerick Aubameyang(59′)

Arsenal vann sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið fékk Everton í heimsókn á Emirates.

Everton kom sterkt til leiks til London í dag og átti hættulegri færi í fyrri hálfleik sem endaði þó markalaus.

Arsenal komst yfir á 56. mínútu leiksins er Alexandre Lacazette skoraði með fallegu skoti sem fór í stöng og inn.

Þremur mínútum síðar skoraði Arsenal svo annað mark sitt er Pierre-Emerick Aubameyang kom boltanum í netið eftir skyndisókn.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og er Arsenal nú í sjötta sæti deildarinnar með 12 stig eftir sex umferðir. Everton er í 12. sæti með aðeins sex stig.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og lék allan leikinn fyrir liðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Leikmenn Arsenal í rusli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit