fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
433

Plús og mínus – Kláraði leikinn sem markmaður

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 21:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik hefur tryggt sér sæti í Evrópudeildinni fyrir næsta tímabil eftir öruggan sigur á Fylki í kvöld.

Blikar voru í engum vandræðum með þá appelsínugulu og unnu að lokum sannfærandi 3-0 sigur.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Blikar geta svo sannarlega andað léttar eftir þennan leik. Frábær sigur og Evrópusætið tryggt þegar tvær umferðir eru eftir.

Það var nákvæmlega ekkert hik á Blikum þrátt fyrir að mikið væri undir. Kláruðu leikinn sannfærandi.

Það væri auðvelt að brotna eftir tap í úrslitum Bikarsins en þeir grænu komu sterkari til baka en áður og kláruðu verkefnið.

Arnór Gauti Ragnarsson spilaði síðustu mínúturnar í markinu hjá Blikum! Hann átti eina fína vörslu eftir aukaspyrnu.

Mínus:

Gunnleifur Vignir Gunnleifsson fékk að líta beint rautt spjald hjá Blikum í kvöld. Það er áfall fyrir liðið. Spjaldið fékk hann undir lok leiksins.

Það var mikið í húfi hjá Fylki í kvöld en liðið mætti ekki til leiks. Byrjuðu vel en virtust svo hætta eftir fyrsta markið.

Fylkir er aðeins þremur stigum frá fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir, hefðu getað komið sér í góða stöðu með sigri.

Mætingin var mjög léleg í kvöld. Fólk virtist ekki nenna á völlinn og var stemningin mjög takmörkuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 20 klukkutímum

Gamli skólinn er að kveðja: Walters er hættur

Gamli skólinn er að kveðja: Walters er hættur
433
Fyrir 21 klukkutímum

Gerir það sem Klopp biður um: ,,Verð að vera jákvæður“

Gerir það sem Klopp biður um: ,,Verð að vera jákvæður“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Albert sagði syninum ítrekað að koma inn í stofu: ,,Ég þekki þig ekki lengur!“

Albert sagði syninum ítrekað að koma inn í stofu: ,,Ég þekki þig ekki lengur!“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þessir taka flesta spretti á Englandi: Bakvörður í efsta sætinu

Þessir taka flesta spretti á Englandi: Bakvörður í efsta sætinu
433Sport
Í gær

Jói Berg var við það að snappa: ,,Það mátti varla snerta þá“

Jói Berg var við það að snappa: ,,Það mátti varla snerta þá“
433Sport
Í gær

Raggi Sig sem var besti maður Íslands: ,,Þeir voru gjörsamlega óþolandi“

Raggi Sig sem var besti maður Íslands: ,,Þeir voru gjörsamlega óþolandi“
433Sport
Í gær

Hamren um fagnið hans Viðars: Get ekki tjáð mig um það

Hamren um fagnið hans Viðars: Get ekki tjáð mig um það
433Sport
Í gær

Það sem þjóðin hafði að segja eftir leik: Skoraði Ögmundur? – ,,Steinþegiði!“

Það sem þjóðin hafði að segja eftir leik: Skoraði Ögmundur? – ,,Steinþegiði!“