fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
433

Inkasso-deildin: HK tapaði heima – Ótrúlegt jafntefli Fram og Þórs

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 21:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HK missteig sig illa í toppbaráttunni í Inkasso-deild karla í kvöld er liðið fékk Þrótt Reykjavík í heimsókn.

HK var fyrir leikinn á toppi deildarinnar en eftir 1-0 tap á heimavelli í kvöld er ÍA komið í toppsætið.

ÍA vann á sama tíma Njarðvík á útivelli 2-1 og var framherjinn Jeppe Hansen aftur á skotskónum en hann kom frá Keflavík fyrr í mánuðinum.

Fram og Þór gerðu þá ótrúlegt 3-3 jafntefli þar sem jöfnunarmark Þórs kom úr víti á 94. mínútu leiksins.

Guðmundur Magnússon gerði þrennu fyrir Fram sem lenti 2-0 undir en Alvaro Montejo tryggði gestunum stig úr vítaspyrnu í blálokin.

ÍR vann þá mikilvægan sigur á Leikni Reykjavík í botnbaráttunni en Ágúst Freyr Hallsson gerði eina mark liðsins í 1-0 sigri.

HK 0-1 Þróttur
0-1 Daði Bergsson

Njarðvík 1-2 ÍA
0-1 Jeppe Hansen
0-2 Einar Logi Einarsson
1-2 Þórður Þorsteinn Þórðarson(sjálfsmark)

Fram 3-3 Þór
0-1 Sveinn Elías Jónsson
0-2 Ármann Pétur Ævarsson
1-2 Guðmundur Magnússon
2-2 Guðmundur Magnússon
3-2 Guðmundur Magnússon(víti)
3-3 Alvaro Montejo(víti)

ÍR 1-0 Leiknir R.
1-0 Ágúst Freyr Hallsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hamren hrósar Birki Bjarnasyni sem elskar að spila gegn Frakklandi: Þetta er það sem Hamren elskar

Hamren hrósar Birki Bjarnasyni sem elskar að spila gegn Frakklandi: Þetta er það sem Hamren elskar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Jóhann Berg ekki með á morgun: Sendur heim til Burnley

Jóhann Berg ekki með á morgun: Sendur heim til Burnley
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jóhann Berg: Höfum sýnt að við getum náð í punkta gegn erfiðum liðum á útivelli

Jóhann Berg: Höfum sýnt að við getum náð í punkta gegn erfiðum liðum á útivelli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands í París: Fer Hamren í fimm manna vörn?

Líklegt byrjunarlið Íslands í París: Fer Hamren í fimm manna vörn?
433
Fyrir 13 klukkutímum

Elskar að finna fyrir hatri frá öðrum stuðningsmönnum

Elskar að finna fyrir hatri frá öðrum stuðningsmönnum
433
Fyrir 14 klukkutímum

Telur að hann geti spilað fyrir betra lið en Arsenal

Telur að hann geti spilað fyrir betra lið en Arsenal
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað Salah skrifaði í sandinn – Það sem allir stuðningsmenn Liverpool elska

Sjáðu hvað Salah skrifaði í sandinn – Það sem allir stuðningsmenn Liverpool elska
433
Í gær

Giggs hataði þessa fjóra leikmenn Arsenal: ,,Óheiðarlegur og komst upp með morð“

Giggs hataði þessa fjóra leikmenn Arsenal: ,,Óheiðarlegur og komst upp með morð“