fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433

Breiðablik reynir að semja við Lennon – FH-ingar reyna að framlengja

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. apríl 2018 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik virðist hafa mikinn áhuga á að fá Steven Lennon í sínar raðir en félagið reyndi fyrr í vetur að kaupa hann frá FH.

Samningur Lennon við FH rennur út 15 október og því má hann byrja að ræða við önnur félög. Lennon þarf hins vegar sjálfur að skila inn staðfestingu á því til FH ef hann ætlar að ræða við annað félag.

Breiðablik bað um leyfi til að fá að ræða við Lennon en FH hafnaði því samkvæmt Jóni Rúnar Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar FH. Félagið reynir nú að framlengja samning hans. Lennon hefur verið einn besti leikmaður Pepsi deildarinnar síðustu ár.

,,Eins og fram hefur komið þá hafa þeir boðist til að kaupa hann í vetur, þeir óskuðu svo eftir því að fá að ræða við hann um samning en því var hafnað af okkar hálfu,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH við 433.is.

,,Við erum í viðræðum við leikmanninn og vonumst til að halda honum. Á meðan getur hann ekki verið að ræða við önnur félög. Maður heyrir ýmislegt en mér er svo sem sama hvað fólk segir á göngu niður Laugaveginn.“

Ef lesið er í reglur KSÍ kemur fram að Lennon þyrfti að láta FH vita að hann ætlaði sér í viðræður við Breiðablik en einnig mættu viðræður fara fram ef Blikar láta FH-inga vita af fyrra bragði samkvæmt Hauki Hinrikssyni lögmanni KSÍ.

Samkvæmt heimildum 433.is hafa viðræður átt sér stað á milli Breiðabliks og Lennon þess efnis að hann gangi í raðir félagsins í haust.

Úr reglum KSÍ:
Leikmaður, sem hefur gert samning við félag, getur ekki skipt um félag á samningstímanum, nema með leyfi félagsins. Leikmanni er heimilt að eiga í samningaviðræðum við og skrifa undir samning við annað félag eftir að sex mánuðir eru til loka samningstíma leikmannsins við sitt núverandi félag. Leikmaður sem hyggst hefja samningaviðræður við annað félag eftir að sex mánuðir eru til loka samningstímans, skal þá þegar tilkynna um það skriflega og með sannanlegum hætti til stjórnar núverandi félags síns áður en samningaviðræður hefjast

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“