fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433

Spá 433.is: Pepsi deild karla – 10 sæti

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. apríl 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppni í Pepsi-deild karla hefst 27. apríl með tveimur leikjum en 1. umferðin klárast svo degi síðar. Það stefnir í að keppnin í ár verði hörð, bæði á toppi og á botni.

Valur hefur titil að verja í Pepsi-deildinni en liðið hafði mikla yfirburði á síðustu leiktíð, ekki eru nein merki á lofti um að keppnin verði öðruvísi í ár. Í Kaplakrika er Ólafur Kristjánsson nýr þjálfari og hann hefur gert miklar breytingar á leikmannahópi liðsins. Miðað við veturinn mun það taka einhverja leiki í sumar fyrir FH að verða að liði sem getur barist við Val.

KR-ingar fara bjartsýnir inn í mótið þrátt fyrir að leikmannahópur liðsins hafi oft verið sterkari, heim er mættur Rúnar Kristinsson sem er galdramaður í Vesturbænum. Seinast þegar hann stýrði liðinu var bikarfögnuður orðinn að hefð í Vesturbænum.

Í Garðabæ og Kópavogi gera menn sér vonir um að liðin geti blandað sér í þessa baráttu, til að svo verði má lítið út af bregða. Keflavík og Fylkir eru nýliðar í deildinni í ár en liðin hafa bæði mikla reynslu úr efstu deild, hún gæti skipt miklu máli. Sumarið gæti orðið erfitt hjá þeim og sömu sögu má segja um Víking Reykjavík og ÍBV sem eru nokkuð óskrifuð blöð.

Spáin:
11 sæti – Keflavík
12 sæti – Víkingur R.


ÍBV – 10. sæti
Kristján Guðmundsson er að hefja sitt annað tímabil í Eyjum en í fyrra gustaði örlítið í kringum liðið. Kristjáni tókst hins vegar að halda liðinu uppi og gera það að bikarmeistara. Kristján hefur fengið að breyta leikmannahópi ÍBV mikið, hann hefur losað sig við leikmenn sem ekki höfðu trú á hugmyndum hans og fengið inn nýja menn. Breytingarnar eru hins vegar miklar og það gæti tekið talsverðan tíma að smíða nýtt og samkeppnishæft lið. Ekki eru merki um annað en að ÍBV muni berjast um að halda sæti sínu í deildinni í ár, líkt og þau síðustu.

Lykilmaður – Sindri Snær Magnússon
X-faktor – Shahab Zahedi Tabar
Þjálfari – Kristján Guðmundsson

Komn­ir:
Henry Roll­in­son
Priest­ley Griffiths
Yvan Erichot
Al­freð Már Hjaltalín
Ágúst Leó Björns­son
Dag­ur Aust­mann Hilm­ars­son
Ignacio Fideleff

Farn­ir:
Renato Punyed
Mikk­el Maiga­ard
Bri­an Mc­Le­an
Jón­as Tór Næs
Álvaro Montejo
Arn­ór Gauti Ragn­ars­son
Haf­steinn Briem
Pablo Punyed
Dav­id Atkin­son

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var