fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
433

Lukaku kominn með nóg og gæti farið – Stjörnur PSG til sölu

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. desember 2018 10:00

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn hefur lokað en það er samt alltaf fullt af sögum enda hætta erlend blöð aldrei að grafa upp sögurnar sem fljúga.

Hér má sjá pakka dagsins.

Romelu Lukaku er að íhuga brottför frá Manchester United en hann er orðinn pirraður á Jose Mourinho, stjóra félagsins. (Sun)

Paris Saint-Germain er tilbúið að selja annað hvort Kylian Mbappe eða Neymar til að sleppa við refsingu frá UEFA eftir að hafa brotið fjárlög. (L’Equipe)

Frenkie de Jong, efnilegur leikmaður Ajax, vill ganga í raðir franska stórliðsins frekar en Manchester City. (De Telegraaf)

Wolves er tilbúið að borga metfé upp á 34 milljónir punda til að kaupa Raul Jimenez frá Benfica en hann er í láni hjá félaginu. (O Jogo)

Rafael Benitez, stjóri Newcastle, neitar því að félagið hafi boðið 15 milljónir punda í Miguel Almiron, leikmann Atlanta United. (Goal)

Ólíklegt er að Liverpool muni kalla Harry Wilson til baka úr láni en hann hefur gert frábæra hluti með Derby. (Echo)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 16 klukkutímum

Klopp: Mér að kenna að Salah hafi ekki skorað meira

Klopp: Mér að kenna að Salah hafi ekki skorað meira
433
Fyrir 16 klukkutímum

Mourinho kvartar yfir því sem hann fékk: Öðruvísi hjá Pep og Klopp

Mourinho kvartar yfir því sem hann fékk: Öðruvísi hjá Pep og Klopp
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur á Chelsea

Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur á Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gylfi kominn með jafn mörg mörk og Eiður Smári

Gylfi kominn með jafn mörg mörk og Eiður Smári
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu markið: Gylfi lagaði stöðuna með laglegu skoti

Sjáðu markið: Gylfi lagaði stöðuna með laglegu skoti
433
Fyrir 20 klukkutímum

Einkunnir úr leik Manchester United og Brighton – Rashford bestur

Einkunnir úr leik Manchester United og Brighton – Rashford bestur
433
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Verða þeir sjö?

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Verða þeir sjö?
433
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Crystal Palace – Matip klár

Byrjunarlið Liverpool og Crystal Palace – Matip klár