fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
433

Línuvörðurinn hætti að hlaupa – ,,Þetta er mjög ruglandi“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 21:00

Það eru ekki allir sammála um það að myndbandstæknin VAR sé góð fyrir knattspyrnuíþróttina.

VAR gefur dómurum tækifæri á að skoða umdeild atvik í leikjum aftur og taka ákvörðun út frá myndböndum.

Marcos Alonso, leikmaður Chelsea, er ekki hrifinn af VAR eftir 1-0 tap gegn Tottenham í vikunni.

Eina mark leiksins skoraði Harry Kane fyrir Tottenham en það er deilt um hvort hann hafi verið rangstæður áður en hann fiskaði vítaspyrnu.

Línuvörður leiksins stoppaði og flaggaði rangstöðu en eftir að hafa skoðað myndband af atvikinu þá dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu og enga rangstöðu.

,,Kannski vorum við óheppnir því þeir fengu eitt færi og það var línuverðinum að þakka, VAR að þakka,“ sagði Alonso.

,,Þegar ég horfi á myndbandið þá lítur hann út fyrir að vera rangstæður og línuvörðurinn lyfti flagginu svo við hættum allir.“

,,Dómarinn sagði við mig að það væri búið að útskýra málið en ég held að þeir hafi ekki útskýrt þetta fyrir línuverðinum því hann stoppaði og ef það er enhver vafi þá ætti hann ekki að gera það.“

,,Hann hætti að hlaupa. Ef við eigum svo að bíða eftir VAR þá verður hann að halda áfram að hlaupa. Hann hætti bara í miðju hlaupi svo þetta er ruglandi.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 16 klukkutímum

Mourinho kvartar yfir því sem hann fékk: Öðruvísi hjá Pep og Klopp

Mourinho kvartar yfir því sem hann fékk: Öðruvísi hjá Pep og Klopp
433
Fyrir 17 klukkutímum

Einkunnir úr leik Arsenal og Chelsea – Fimm fá átta

Einkunnir úr leik Arsenal og Chelsea – Fimm fá átta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gylfi kominn með jafn mörg mörk og Eiður Smári

Gylfi kominn með jafn mörg mörk og Eiður Smári
433
Fyrir 19 klukkutímum

PSG skoraði níu mörk í ótrúlegum sigri

PSG skoraði níu mörk í ótrúlegum sigri
433
Fyrir 20 klukkutímum

Einkunnir úr leik Manchester United og Brighton – Rashford bestur

Einkunnir úr leik Manchester United og Brighton – Rashford bestur
433
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu atvikið: Fékk tækifæri gegn Liverpool en gerði hörmuleg mistök

Sjáðu atvikið: Fékk tækifæri gegn Liverpool en gerði hörmuleg mistök
433
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Crystal Palace – Matip klár

Byrjunarlið Liverpool og Crystal Palace – Matip klár
433
Í gær

Jakup Thomsen aftur í FH

Jakup Thomsen aftur í FH