fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Þrjár vítaspyrnur í frábærum leik í Bournemouth – Newcastle með sigur

Victor Pálsson
Laugardaginn 23. febrúar 2019 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram stórskemmtilegur leikur á Englandi í dag er lið Bournemouth fékk Wolves í heimsókn.

Það vantaði alls ekki fjörið á Vitality vellinum í dag en þrjár vítaspyrnur voru dæmdar í leik sem endaði með 1-1 jafntefli.

Josh King kom Bournemouth yfir í fyrri hálfleik úr vítaspyrnu áður en Raul Jimenez jafnaði fyrir Wolves í síðari hálfleik, einnig af punktinum.

Aðeins tveimur mínútum eftir mark Wolves fékk Bournemouth aðra vítaspyrnu og steig King aftur á punktinn.

Í þetta skiptið þá skaut Norðmaðurinn hins vegar í stöngina og mistókst að tryggja heimamönnum sigur. Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik.

Newcastle vann góðan heimasigur á sama tíma en liðið mætti botnliði Huddersfield og vann 2-0.

Tommy Smith fékk rautt spjald hjá Huddersfield eftir aðeins 20 mínútur og sáu þeir Salomon Rondon og Ayoze Perez um að tryggja Newcastle sigur.

Bournemouth 1-1 Wolves
1-0 Josh King(14′)
1-1 Raul Jimenez(83′)

Newcastle 2-0 Huddersfield
1-0 Salomon Rondon(46′)
2-0 Ayoze Perez(52′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
433Sport
Í gær

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
433Sport
Í gær

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“