fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433

Fer Heimsmeistaramótið fram á Íslandi eftir átta ár?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. febrúar 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið ár hefur starfshópur á vegum knattspyrnusambandanna á Norðurlöndunum (Danmörk, Færeyjar, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð) skoðað möguleikann á því að samböndin standi sameiginlega að umsóknum um að halda alþjóðleg stórmót.

Eftir að hafa kynnt sér ýmsa möguleika, mót á vegum UEFA og FIFA, hafa knattspyrnusamböndin sex ákveðið að halda þessu verkefni áfram og hefja undirbúning að forkönnun á mögulegri umsókn um að halda úrslitakeppni HM kvennalandsliða 2027 á Norðurlöndunum. Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) hefur lýst yfir því að sambandið muni líta sameiginlegar umsóknir landa um að halda stórmót með jákvæðum augum, sem opnar dyrnar fyrir sameiginlega umsókn Norðurlandanna.

Knattspyrnusamböndin sex hafa nú þegar ályktað að möguleg umsókn skuli byggð á sameiginlegum norrænum gildum. Fyrrnefndri forkönnun er ætlað að leiða í ljós hversu marga leikvanga á Norðurlöndunum þarf til að uppfylla kröfur FIFA vegna úrslitakeppni HM kvennalandsliða. Auk leikvanganna sjálfra þarf að gera ráð fyrir mannvirkjum og aðstöðu undir viðburði tengda úrslitakeppninni sjálfri, aðra en leikina sjálfa, sem myndi þýða að hægt verður að tengja umsókn um HM 2027 öllum löndunum sex með virkri þátttöku knattspyrnusambandanna allra. Sameiginlegt verkefni af þessari stærðargráðu myndi enn frekar efla samstarf og tengsl milli Norðurlandanna og styðja við frekari framþróun og framgangi knattspyrnuíþróttarinnar í öllum sex löndunum.

Vinnuheiti forkönnunarinnar er “Vision 2027”. Í fyrsta þrepi verkefnisins verður kannað hvaða borgir og hvaða leikvangar á Norðurlöndunum hafa áhuga á að taka þátt í forkönnuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið