fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433

Tottenham í frábærri stöðu – Real með sigur

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham er komið með annan fótinn í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir leik við Borussia Dortmund í kvöld.

Það var boðið upp á skemmtilegan fyrri hálfleik á Wembley en bæði lið ógnuðu en tókst ekki að skora.

Tottenham tók hins vegar öll völd á vellinum í síðari hálfleik og skoraði þrjú mörk, allt eftir fyrirgjafir.

Þeir Son Heung-Min, Jan Vertonghen og Fernando Llorente komust á blað. Tottenham er því í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn.

Real Madrid vann sinn leik á sama tíma en liðið heimsótti Ajax í Hollandi.

Real tókst að vinna góðan 2-1 útisigur og er því einnig í mjög góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Spáni.

Tottenham 3-0 Dortmund
1-0 Son Heung-Min(47′)
2-0 Jan Vertonghen(83′)
3-0 Fernando Llorente(86′)

Ajax 1-2 Real Madrid
0-1 Karim Benzema(60′)
1-1 Hakim Ziyech(75′)
1-2 Marco Asensio(87′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta