fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Stutt í að Rashford leggi skóna á hilluna? – Gæti hætt fyrir þrítugt

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, er heppinn ef hann nær að leika til þrítugs.

Þetta segir Sam Allardyce, fyrrum landsliðsþjálfari Englands en Rashford er nú þegar búinn að spila 98 deildarleiki fyrir United aðeins 21 árs gamall.

Rashford er þekktur fyrir það að vera mjög hraður og tekur það mikið á líkamann að spila svo marga leiki fyrir bæði félagslið og landslið.

,,Það verður örugglega erfitt fyrir hann að spila til þrítugs,“ sagði Allardyce við TalkSport.

,,Bæði vegna andlegs álags og líkamlegs álags, hann mun verða svo þreyttur. Hann fær þrjár vikur í frí ári, það er allt saman.“

,,Hann mun spila alls staðar í heiminum því það er ekkert undirbúningstímabil lengur, þeir fara beint í eitthvað mót úti í heimi.“

,,Þegar þú horfir á hvernig þetta fer með líkamann.. Áður en hann verður 25 ára þá mun hann finna fyrir þessu.“

,,Jafnvel þó hann meiðist ekki illa, hnén, ökklarnir, mjaðmirnar og bakið, þetta verður allt vandamál í framtíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Í gær

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Í gær

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“