fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433

Fyrrum íþróttafréttamaðurinn Þorsteinn sækist efstir sæti í stjórn KSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Gunnarsson fyrrum markvörður og íþróttafréttamaður hefur staðfest frammboð sitt til stjórnar KSÍ. Kosið verður þann 9 febrúar á ársþingi sambandsins.

Þar verður einnig kosið um formann sambandsins, Guðni Bergsson, sitjandi formaður sækist eftir endurkjöri. Þá er Geir Þorsteinsson, sem er í dag heiðursformaður sambandsin, einnig í framboði.

Þorstenn hefur mikla reynslu úr fótboltanum, hann er fyrrum leikmaður, var framkvæmdarstjóri ÍBV og formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Framboð til stjórnar KSÍ

Kæru vinir. Ég hef ákveðið að bjóða fram starfskrafta mína í stjórn KSÍ á 73. ársþingi sambandsins 9. febrúar n.k. Íslensk knattspyrna hefur verið mín ástríða alla ævi og þar hef ég langa reynslu af ýmsum störfum innan hreyfingarinnar.

Ég er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum en bjó lengi í Grindavík og starfa nú í Mývatnssveit sem sveitarstjóri. Ég hef starfað í grasrótinni og upp í meistaraflokk sem sjálfboðaliði, leikmaður ÍBV, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, þjálfari yngri flokka og meistaraflokka karla og kvenna ásamt markmannsþjálfun og er með UEFA B gráðu, foreldri þriggja barna í fótbolta, stuðningsmaður félagsliða og þekki því vel af eigin reynslu hve mikilvæg vinna fer fram í grasrótinni. Stuðningsmaður landsliðanna okkar. Ég kom að stofnun ÍTF á sínum tíma. Ég starfaði sem íþróttafréttamaður í tæpan áratug og var formaður Samtaka íþróttafréttamanna. Síðustu árin hef ég starfað á vettvangi sveitarstjórnarmála m.a. sem sviðsstjóri og sveitarstjóri og þekki því uppbyggingu íþróttamannvirkja og mikilvægi samtals sveitarfélaga og íþróttahreyfingar þegar kemur að barna- og unglingastarfi og afreksstarfi.

Ég hef því setið víða í kringum borðið, hef breiða þekkingu úr grasrótinni og rekstri félaga og stjórnun sem mun nýtast í hinum mörgu verkefnum sem knattspyrnuhreyfingin þarf að vinna að. Knattspyrna er mitt hjartans mál og ég hef bæði vilja og metnað til að leggja mitt af mörkum. Ég lít á KSÍ sem þjónustuaðila fyrir knattspyrnufélögin í landinu, mikilvægt er að styrkja fagmennsku og ímynd sambandsins, að rekstur þess verði áfram traustur og meiri kraftur verði lagður í samtal við grasrótina.

Ég er með fjölmiðlafræðimenntun í grunninn, meistarapróf í verkefnisstjórnun (MPM) frá HR, diploma í opinberri stjórnsýslu frá HÍ og er í MPA námi í opinberri stjórnsýslu.

Gildin mín: Gegnsæi, jafnræði og vinnusemi.

Markmið: Að leggja mitt af mörkum til að tryggja knattspyrnufélögum í landinu sem best starfsumhverfi hverju sinni og stuðla að áframhaldandi uppbyggingu á bættri aðstöðu fyrir iðkendur og áhorfendur.
Framtíðarsýn: Að félögin í landinu og KSÍ eigi í farsælu samstarfi með hagsmuni knattspyrnunnar í landinu að leiðarljósi.
Með fótboltakveðju
Þorsteinn Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433
Fyrir 18 klukkutímum

Evrópudeildin: Marseille áfram eftir vítaspyrnukeppni – Svona líta undanúrslitin út

Evrópudeildin: Marseille áfram eftir vítaspyrnukeppni – Svona líta undanúrslitin út
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
433Sport
Í gær

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Í gær

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi