fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433

Zlatan fer yfir vandræði Pogba og Mourinho: ,,Mourinho treysti ekki Pogba“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. janúar 2019 11:20

Zlatan og Raiola á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic, framherji LA Galaxy segir að Paul Pogba hafi ekki treyst Jose Mourinho og Mourinho hafi ekki treyst Pogba.

Mourinho var rekinn frá Manchester United í desember en han og Pogba áttu slæmt samband. Það samband var ein af ástæðum þess að Mourinho var rekinn. Pogba hefur sprungið út eftir að Mourinho var rekinn.

Zlatan elskaði að spila fyrir Mourinho og náðu þeir vel saman hjá Inter og Manchester United.

,,Það eru leikmenn sem verða að fá að vera frjálasir, þeir verða að fá frjálsræði til að gera sína hluti,“ sagði Zlatan.

,,Mourinho er með sína taktík, hann er þannig þjálfari. Sumir leikmenn höndla það ekki, þú þarft því að vera með öðruvisi nálgun á þá. Pogba er einn af þeim.“

,,Paul fann ekki neitt traust frá Mourinho, Mourinho treysti ekki Pogba. Það er erfitt að standa sig sem leikmaður þegar þú færð ekki traust þjálfarans. Þú hefur ekki sömu orku, vilja og allt það. Jose leið eins gagnvart Pogba.“

,,Svona hlutir gerast, þetta er hluti af leiknum. Það eru ekki allir sem ná árangri saman. Við sjáum meira frá Pogba, meira sjálfstraust og hann gerir það sem hann vill. Hann er að standa sig vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Í gær

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð