fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433

Kennir Liverpool um vandræðin á ferlinum: Lofuðu ýmsu en stóðu ekki við það

Victor Pálsson
Sunnudaginn 20. janúar 2019 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryan Babel gekk á dögunum í raðir Fulham á Englandi en hann er að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina.

Babel spilaði með Liverpool frá 2007 til 2011 en náði aldrei að festa sig almennilega í sessi.

Hann kennir félaginu um hvernig tími hans á Englandi var en Babel var talið undrabarn er hann spilaði með Ajax í Hollandi.

,,Ég vildi þroskast sem leikmaður og þeir lofuðu mér leiðsögn sem myndi gera mig að betri leikmanni, áður en ég kom,“ sagði Babel.

,,Það gerðist ekki og það eru margar ástæður fyrir því. Ég náði aldrei þeim hæðum sem ég hefði getað náð.“

,,Ég var ungur. Kannski hefði ég átt að vera nokkur ár í viðbót í Hollandi. Ég hafði búið með foreldrum mínum og flutti út og bjó einn í fyrsta skiptið.“

,,Ég kom frá Ajax þar sem þú spilar aðallega 4-3-3 og sem vængmaður þá þarftu ekki að verjast of aftarlega.“

,,Á Englandi hins vegar þegar þú spilar 4-4-2 þá verðuru að breyta þínum leikstíl því þú ert ekki vængmaður, þú ert vinstra megin á miðjunni og þarft að hjálpa bakverðinum.“

,,Það var það sem ég var í erfiðleikum með, sérstaklega á fyrsta árinu og að mínu mati þá hjálpuðu þjálfararnir mér ekki nógu mikið. Ég þurfti að komast að öllu sjálfur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Áhugaverðar niðurstöður úr leikmannakönnun – Eitt nafn afar áberandi

Áhugaverðar niðurstöður úr leikmannakönnun – Eitt nafn afar áberandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óli Kristjáns ræðir spána – „Það tekur tíma að púsla þessu saman“

Óli Kristjáns ræðir spána – „Það tekur tíma að púsla þessu saman“
433Sport
Í gær

Gregg að gera allt rétt í Vesturbænum – Telur þetta koma í veg fyrir að liðið berjist um titilinn allt til enda

Gregg að gera allt rétt í Vesturbænum – Telur þetta koma í veg fyrir að liðið berjist um titilinn allt til enda
433Sport
Í gær

Hlustaðu á það sem gekk á fyrir norðan: Heimir lét Hallgrím heyra það – „Ég er ekki búinn að segja orð við þig og svo ertu rífandi kjaft“

Hlustaðu á það sem gekk á fyrir norðan: Heimir lét Hallgrím heyra það – „Ég er ekki búinn að segja orð við þig og svo ertu rífandi kjaft“