fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433

Real Madrid reynir að láta stuðningsmenn félagsins gleyma Ronaldo

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendir fjölmiðlar halda því fram að Real Madrid reyni sitt besta að eyða sögu Cristiano Ronaldo hjá félaginu, ef svo má að orði komast.

Ronaldo yfirgaf félagið síðasta sumar eftir níu ára dvöl hjá félaginu, Ronaldo taldi Real Madrid ekki meta sig og þau afrek sem hann hafði unnið fyrir félagið. Ronaldo er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins.

Ronaldo vildi því fara en hann vann Meistaradeildina, þrisvar í röð með félaginu og var besti leikmaður liðsins öll árin.

Ronaldo átti ekki í góðu sambandi við Florentino Perez, forseta félagsins. Forsetinn taldi að Gareth Bale yrði stjarnan ef Ronaldo færi og Zinedine Zidane sagði upp störfum vegna þess. Real Madrid hefur hrunið eftir að Ronaldo fór.

Félagið hefur eftir mesta megni reynt að forðast það að fjalla um Ronaldo eftir að hann fór, félagið hætti að fylgja honum á samfélagsmiðlum um leið og hann fór. Það vakti athygli.

Þegar fjallað er um gamlar hetjur félagsins á vefnum þá er talað um Alfredo Di Stefano og Zinedine Zidane í stað þess að minnast afreka Ronaldo. Þá hefur félagið reynt að forðast það að fjalla um hann á sjónvarpsstöð sinni þegar farið er yfir gamla tíma.

Á vef félagsins er einnig reynt að forðast að birta myndir af Ronaldo þegar afrek síðustu ára eru rifjuð upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð