fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433

Ferguson ræður miklu þessa stundina: Solskjær ræðir byrjunarliðið og leikplan við hann

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. janúar 2019 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í gær er Tottenham fékk lið Manchester United í heimsókn. Það var boðið upp á mjög skemmtilegan leik á Wembley en aðeins eitt mark var þó skorað.

Það gerði Marcus Rashford fyrir gestina í rauðu en hann skoraði eina mark leiksins eftir laglega sókn í fyrri hálfleik. Tottenham fékk svo sannarlega færi til að jafna metin en David de Gea var ótrúlegur í marki United.

Spánverjinn varði alls 11 skot í leiknum en kollegi hans hjá Tottenham, Hugo Lloris, þurfti einnig nokkrum sinnum að vera á tánum. United er enn í sjötta sæti deildarinnar en er nú með jafn mörg stig og Arsenal sem situr í fimmta sæti.

Gengi United hefur verið frábær undir Ole Gunnar Solskjær og var liðið að vinna sinn sjötta leik í röð.

Manchester Evening News segir frá því að Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United hafi miklu meira að segja um málin en flestir halda.

MEN segir að Ferguson sé að aðstoða Solskjær við að velja byrjunarliðið, hvernig vinna eigi andstæðinga sína.

Ákvörðunin liggur á endanum hjá Solskjær en hann sækir ráð sín hjá Ferguson, það sást best í því þegar Ferguson mætti á æfingasvæði félagsins á dögunu og ræddi við leikmenn.

Solskjær hefur ekki verið að fela það að hann leitar í bækur Ferguson sem hætti sem stjóri United árið 2013. Solskjær lék lengi undir hans stjórn og veit hvað virkar best.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Í gær

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Í gær

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum