fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Stuðningsmenn United óánægðir eftir ummæli Schmeichel: ,,Mistök að gefa honum sjö mánuði“

Victor Pálsson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 16:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Manchester United eru óánægðir með fyrrum markvörðinn Peter Schmeichel eftir ummæli sem hann lét falla.

Schmeichel er goðsögn hjá United en hann er af mörgum talinn besti markvörður í sögu félagsins.

Hann ræddi stefnu United og þá ákvörðun að reka David Moyes árið 2014 en hann fékk aðeins nokkra mánuði hjá félaginu.

Moyes tók við af Sir Alex Ferguson árið 2013 en var fljótt látinn fara eftir slæmt gengi.

,,Ef það er eitt sem við ættum að sjá á eftir hjá Manchester United er að við gáfum David Moyes bara sjö mánuði,“ sagði Schmeichel.

,,Við hefðum átt að gefa honum meiri tíma, sætt okkur við að úrslitin yrðu ekki þau sem við vildum og spilamennskan ekki heldur.“

,,Ég trúi því að hann hefði komist inn í starfið. Hann er með persónuleikan og leikskilninginn.“

,,Hann þurfti að læra svo mikið en fékk ekki að læra frá neinum. Hann þurfti að sjá um þetta sjálfur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu