fbpx
Föstudagur 22.febrúar 2019
433

Goðsögn Liverpool hélt möppunni opinni og nældi í Bjarna: ,,Hann var frábær“

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. febrúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Bjarni Guðjónsson sem er einn öflugasti leikmaður sem efsta deildin á Íslandi hefur fengið að sjá en ferill hans í atvinnumennsku er einnig áhugaverður.

Það var goðsögn Liverpool, Kenny Dalglish, sem sá um að semja við Bjarna árið 1997.

Dalglish var hrifinn af Bjarna sem hafði áður farið á reynslu til Liverpool. Hann var hjá félaginu frá 1997 til 1998.

Bjarni talar mjög vel um Dalglish sem vildi upphaflega fá hann til Rangers sem gekk ekki upp.

,,Dalglish var scout hjá Rangers en ég vildi ekki fara þangað. Svo tekur hann við Newcastle og heldur möppunni sinni opinni og tók mig þangað,“ sagði Bjarni.

,,Ég fór til Sviss og Austurríkis á trial og svo fór ég líka til Spánar.“

,,Kynnin af Dalglish voru mjög góð. Ef ég kem inn á það að halda með liði og ekki halda með liði, maður fer pínulítið eftir þennan feril að halda með mönnum.“

,,Einhver sem maður þekkir og veit hver er og fannst gott að vinna með. Dalglish var frábær og allt starfsliðið í kringum hann. Þetta var allt ofboðslega gott fólk.“

,,Sami sjúkraþjálfarinn er enn á bekknum hjá Newcastle, við sjáum hann stundum á bekknum, þéttur og sköllóttur. Svo eru tveir búningastjórar sem eru þarna ennþá og hafa lifað allt sem hefur komið í gegnum Newcastle.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Var sterkasti leikmaðurinn í sjö ár í röð – Nýr leikmaður hefur fengið þann titil

Var sterkasti leikmaðurinn í sjö ár í röð – Nýr leikmaður hefur fengið þann titil
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hefur aldrei átt eins mikið af peningum – Rétti fram hjálparhönd

Hefur aldrei átt eins mikið af peningum – Rétti fram hjálparhönd
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lygasjúkir stuðningsmenn United og Liverpool

Lygasjúkir stuðningsmenn United og Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona ætlar eiginkona Rooney að svara fyrir niðurlægingu hans

Svona ætlar eiginkona Rooney að svara fyrir niðurlægingu hans
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heldur ótrúleg saga Arnórs áfram? – Kristján Óli með svakaleg tíðindi

Heldur ótrúleg saga Arnórs áfram? – Kristján Óli með svakaleg tíðindi
433
Fyrir 14 klukkutímum

Fellaini fór til Kína en neitar að viðurkenna að hann hafi verið að elta peningana

Fellaini fór til Kína en neitar að viðurkenna að hann hafi verið að elta peningana
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Greip um skaufann á sér fyrir framan milljónir manna og þarf nú að biðjast afsökunar

Greip um skaufann á sér fyrir framan milljónir manna og þarf nú að biðjast afsökunar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var Neymar að káfa á mömmu sinni? – Sjáðu myndbandið

Var Neymar að káfa á mömmu sinni? – Sjáðu myndbandið